AÐ HRUNI KOMINN 2014
Ég er starfandi lögreglumaður og fylgist með umræðunni um
vopnamálin. Mér finnst að verið sé að blása þetta mál of mikið út.
Hins vegar fer því fjarri að lögreglumenn almennt telji það vera
rétt að þeir beri vopn enda stendur það ekki til! Það er ágætt að
fá þessa umræðu en hún þarf að vera hófstillt og gæta að því að
gera mönnum ekki upp skoðanir, hvorki þér einsog gert hefur verið
né lögreglunni. Þar er að finna mismunandi sjónarmið og afstöðu
einsog annars staðar.
N.N.
Lesa meira
Ég vona að þið klárið þetta ÁTVR mál á Alþingi í eitt skipti
fyrir öll. Þetta rugl er búið að voma yfir lengi;
verið þráhyggjumál nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins og
nú eru þeir búnir að fá Bjarta framtíð og Pírata með sér. Það eru
flokkar sem virðast haga sér eins og vindurinn blæs hverju sinni.
Kannski breyta þau um skoðun við skoðanakannanir sem sýna að mikill
meirihluti er á móti þessu. En ég vil sjá atkvæðagreiðslu um
málið á Alþingi. Ef ráðherrar í ríkisstjórn, ég tala nú ekki um
heilbrigðisráðherrann sem jafnframt er lýðheilsuráðherra ...
Hulda
Lesa meira
Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin er látin komast upp með
að eyðileggja húsnæðiskerfið án þess að verkalýðshreyfing eða
stjórnarandstaða andæfi að einhverju marki? Einhvern tímann hefðu
menn risið upp og hreinlega komið í veg fyrir þetta. Það er
augljóst að hér á að fara með okkur út í óvissukerfi bara af því að
Evrópusambandið skipar að svo skuli gert. þar má ekkert þrífast ef
vottar fyrir félagslegu á kostnað markaðskerfis. Þá vitum við líka
að hvorki má reikna með hósta né stunu frá Samfylkingu. Hún gerir
ekkert sem stríðir gegn Brussel.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þá er þetta komið. Takk fyrir þessa skýringu á
lögregluskýrslunum hér á síðunni. Þá vitum við að skýrslan,
sem aðallega hefur verið vitnað í ætti að vera kennd við Jón
Bjartmarz yfirlögregluþjón hjá embætti Ríkislögreglustjóra en ekki
við þig! Hún fjallar um mat lögreglunnar sjálfrar á eigin
stöðu.
Svo er Ögmundarskýrslan, sem mætti kalla svo, þverpólitísk
vinna um uppbyggingu lögreglunnar. Hún er vissulega
að hluta til byggð á upplýsingum úr skýrslu
Bjartmarz en meira segja þar er engar hríðskotabyssur að finna! Ég
er búinn að lesa þetta allt saman. Hvílíkt endemis ...
Jóel A.
Lesa meira
Komdu sæll og ávallt blessaður. Alþingi setti reglur um að allt
tóbak skyldi hulið viðskiptavinum verslana en þó vera til sölu.
Engum vafa er bundið að það hafi við þetta dregið ur reykingum Er
öfugt farið með áfengi? ...
Jónas Jakobsson
Lesa meira
Ítreka fyrri spurningu. Hvaða kaupmenn hafa sagst ekki geta selt
áfengi með sömu álagningu og ÁTVR og minni þig á að lygi verður
ekki sannari þó hún sé sögð oftar ...
Arnar Sigurðsson
Lesa meira
...Ætlar enginn að taka undir með þér að mótmæla húsnæðisstefnu
ríkisstjórnarinnar, sem nú virðist staðráðin í því að eyðileggja
Íbúðalánasjóð. Þar með fá bankarnir því framgengt sem þeim tókst
ekki fyrir hrun. Framsókn lyppast niður og þögn
stjórnarandstöðunnar er yfirþyrmandi með undantekningu(m) þó.
Sunna Sara
Lesa meira
Jóhannes Gr. Jónsson spyr hér á síðunni hvort ekki eigi að
hlusta á lýðheilsugeirann út af ÁTVR frumvarpinu. Ég spyr jafnframt
hvort þetta ÁTVR mál sé ekki bara tímasóun í þinginu. Öll rök
viðrast mæla gegn þessu frumvarpi og sýnist mér svo vera hvort
sem horft er á málið frá hægri eða vinstri. Þetta frumvarp viðrist
ekki eiga sér annan tilgang en að þjóna gamalli kreddu.
Jóel A
Lesa meira
Mikið er dapurlegt að fylgjast
með þjarkinu um "brennivín í búðir" frumvarpið. Það er greinilegt
að allt heilbrigðisbatteríið, allur forvarnargeirinn, allir sem
hafa sett sig inn í þessi mál út frá sjónarhóli heilbrigðismála og
lýðheilsu, eru andvígir þessu frumvarpi. Á virkilega ekki að hlusta
á þetta fólk?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Bjarni Benediktsson sagði í aðdraganda kosninga 2009 að
sennilega væri Ísland of lítið fyrir samkeppni í olíudreifingu.
Sjaldgæf uppljómun það. Hægri menn á Íslandi (og víðar) trúa á
fákeppni. Vinstri menn á Íslandi (og víðar) trúa á einokun.
Samfylkingarmenn trúa á frjálsa samkeppni, sem á litlum markaði (og
reyndar víðar) endar í fákeppni. Allir segjast vera á móti
spillingu. Kannski væri ráð að ræða spillingu í litlu samfélagi og
þá mismunun sem henni fylgir? Það er auðvitað gott að trúa, en
kaldhæðni örlaganna er sú að öll kerfi enda á sama stað. Í
spillingu.
Hreinn K
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum