OF FLJÓTUR AÐ DÆMA

Heill og sæll, félagi Ögmundur. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll gömlu góði árin okkar. Varðandi það sem þú skrifar um málefni Sinnum og Ásdísi Höllu og fl.,þá finnst mér þú vera aðeins of fljótur á þér að dæma. Vissulega er þetta fólk að vinna að málefnum tengdum heilsu, en ég get sagt með vissu um að það er ekki gert til þess að eyðileggja neitt, heldur til þess að bjóða upp á nýja og fjölbreyttari valkosti í heilbrigðisþjónustu. Það eru ekki allir að með niðurrif heilsuþjónustunnar á heilanum, þó þeir séu ekki sammála þér. Við höfum oft verið ósammála um aðferðir í gegnum árin, en við vorum alltaf sannfærðir, báðir, um að við værum að vinna að málefninu af heilindum til farsældar fyrir okkar umbjóðendur.
Lifðu heill, félagi,
Páll Svavarsson

Fréttabréf