AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2015
... Já þetta frumvarp var löngu tímabært þar sem stjórnir
þessara OHF félaga ríkisins fara offari í fjáraustri án nokkurra
heimilda eða aðkomu fjársýslunnar. Ég nýtti mér 95 ára regluna 2006
og eftir 43 ára starf fékk ég ekki 1 dag í slíkan samning en SE gaf
út nokkra til manna sem voru að verða eða orðnir 64 að fá laun til
65 ára aldurs og það ekkert smávegis. 5 ára skipunarbréf er bara
til 5 ára og veitir að þeim tima loknum engan rétt annan en að ef
ráðherra auglýsir starfið að þá geti hinn sótt um líka. Landlæknir
fékk enga ráðningu skyldi hann hafa fengið starfslokasamning??
Alþingismenn og ráðherrar eru ...
Þ.G.
Lesa meira
Forkólfar Samfylkingarinnar segja að síðasta ríkisstjórn hafi í
raun verið minnihlutastjórn síðasta hálfa annað árið ... Þetta er
fróðleg yfirlýsing. Hverju hefði meirihlutastjórn, samkvæmt
skilgreiningu þessara Samfylkingarforkólfa, náð fram sem
þessi meinta minnihlutastjórn gerði ekki? Andstaðan innan VG -
villikettirnir sem svo voru nefndir - var frá vinstri en ekki
hægri, vildu ekki Icesave og undirgefni gagnvart fjármálakerfinu og
gagnrýndu of mikinn niðurskurð í velferðarþjónustunni.; að
ógleymdri ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
... Borgarstjórnarmeirihlutinn á ekkert með að vera að
skipuleggja flugvallarsvæðið á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurborg á ekki þetta land. Samt eru þeir að skipuleggja
þetta svæði í trássi við vilja 82% landsmanna og 73% Reykvíkinga.
Ég fer fram á það að skipulagsvaldið verði tekið af Borginni og það
strax ...
Jón Þ
Lesa meira
Hér Sigurður, Ólafur, Hreiðar Már
og Magnús berja lóminn.
Þeir veittu landanum svöðu sár
og sitja nú uppi með dóminn.
Al Thaní klíkan er komin í hlekki
á Kvíabryggju þeir fara víst ekki
í Skólavörðu slotið
verður þeim skotið
aumir þar ylja nú sakamannsbekki.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ef Samfylkingin væri sjúklingur og Finnbogi, sem skrifar þér
lesendabréf hér á síðuna um þennan undarlega
stjórnmálaflokk, væri læknir, þá hefði hann greint
sjúkling sinn rétt. Samfylkingin er náttúrlega jafnaðarmannaflokkur
í sjötta eða sjöunda sæti, varla ofar. Ég hvet fólk til að lesa
greiningu Finnboga! Fróðlegt væri að heyra hann spreyta sig
á Bjartri framtíð og þá hvort ...
Sunna Sara
Lesa meira
Þegar ég settist niður til að skrifa þér þessar línur fór ég á
heimasíðu Samfylkingarinnar til að athuga hvort þeir skreyttu sig
enn með heitinu jafnaðarmannaflokkur Íslands. Ég gat nú ekki gengið
úr skugga um það en ég sá pistla og kynningarmyndir frá síðustu
kosningabaráttu. Þar var tilgreint hvernig jafnaðarmenn stjórna -
væri þeim hlýtt. Þeir verja velferð. Þeir tryggja aðgengi að
heilbrigðisþjónustu og menntun óháð efnahag og styðja þá sem verst
eru settir.
Til skemmtunar má þá bera saman hvernig þeir haga sér í
stjórnarandstöðu í tíð ríkisstjórnar sem verður að kalla
velferðarfjandsamlega. Þar má nefna til hvernig ...
Finnbogi
Lesa meira
... Kaupmaðurinn á horninu er löngu liðin tíð. Valið stendur því
á milli ÁTVR annars vegar og Haga hins vegar og þá í framhaldinu,
eigenda ÁTVR og eigenda Haga. Ef við viljum að að eigendur ÁTVR,
sem erum við, almennir skattgreiðendur, hagnist, þá styðjum við
áfengisdreifinguna einsog hún er nú. Ef við viljum að eigendur
stórmarkaðanna græði þá náttúrlega styðjum við Heimdall og
Haga ...
Jóel A.
Lesa meira
Hver skyldu vera á bak við þennan vef? Heimdallur og Hagar?
... hann er hvergi auðkenndur ...
Bkv.
Árni
Lesa meira
Hvernig getur Bjarni sett fram þetta skilyrði um leið og hann
segist gefa fulla og óskoraða heimild fyrir kaupunum nema til að
slá ryki í augu fólks?
Finnbogi
Lesa meira
Mér sýnist og heyrist í fjölmiðlum að fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins um að koma brennivíni í matvörubúðir og
náttúru-passa-mála-ráðherrann hafi náð saman um þingmál hvors
annars. Það þykir mér vel við hæfi.
Sunna Sara
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum