AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2015
... Já þetta frumvarp var löngu tímabært þar sem stjórnir
þessara OHF félaga ríkisins fara offari í fjáraustri án nokkurra
heimilda eða aðkomu fjársýslunnar. Ég nýtti mér 95 ára regluna 2006
og eftir 43 ára starf fékk ég ekki 1 dag í slíkan samning en SE gaf
út nokkra til manna sem voru að verða eða orðnir 64 að fá laun til
65 ára aldurs og það ekkert smávegis. 5 ára skipunarbréf er bara
til 5 ára og veitir að þeim tima loknum engan rétt annan en að ef
ráðherra auglýsir starfið að þá geti hinn sótt um líka. Landlæknir
fékk enga ráðningu skyldi hann hafa fengið starfslokasamning??
Alþingismenn og ráðherrar eru ...
Þ.G.
Lesa meira
Forkólfar Samfylkingarinnar segja að síðasta ríkisstjórn hafi í
raun verið minnihlutastjórn síðasta hálfa annað árið ... Þetta er
fróðleg yfirlýsing. Hverju hefði meirihlutastjórn, samkvæmt
skilgreiningu þessara Samfylkingarforkólfa, náð fram sem
þessi meinta minnihlutastjórn gerði ekki? Andstaðan innan VG -
villikettirnir sem svo voru nefndir - var frá vinstri en ekki
hægri, vildu ekki Icesave og undirgefni gagnvart fjármálakerfinu og
gagnrýndu of mikinn niðurskurð í velferðarþjónustunni.; að
ógleymdri ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
... Borgarstjórnarmeirihlutinn á ekkert með að vera að
skipuleggja flugvallarsvæðið á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurborg á ekki þetta land. Samt eru þeir að skipuleggja
þetta svæði í trássi við vilja 82% landsmanna og 73% Reykvíkinga.
Ég fer fram á það að skipulagsvaldið verði tekið af Borginni og það
strax ...
Jón Þ
Lesa meira
Hér Sigurður, Ólafur, Hreiðar Már
og Magnús berja lóminn.
Þeir veittu landanum svöðu sár
og sitja nú uppi með dóminn.
Al Thaní klíkan er komin í hlekki
á Kvíabryggju þeir fara víst ekki
í Skólavörðu slotið
verður þeim skotið
aumir þar ylja nú sakamannsbekki.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ef Samfylkingin væri sjúklingur og Finnbogi, sem skrifar þér
lesendabréf hér á síðuna um þennan undarlega
stjórnmálaflokk, væri læknir, þá hefði hann greint
sjúkling sinn rétt. Samfylkingin er náttúrlega jafnaðarmannaflokkur
í sjötta eða sjöunda sæti, varla ofar. Ég hvet fólk til að lesa
greiningu Finnboga! Fróðlegt væri að heyra hann spreyta sig
á Bjartri framtíð og þá hvort ...
Sunna Sara
Lesa meira
Þegar ég settist niður til að skrifa þér þessar línur fór ég á
heimasíðu Samfylkingarinnar til að athuga hvort þeir skreyttu sig
enn með heitinu jafnaðarmannaflokkur Íslands. Ég gat nú ekki gengið
úr skugga um það en ég sá pistla og kynningarmyndir frá síðustu
kosningabaráttu. Þar var tilgreint hvernig jafnaðarmenn stjórna -
væri þeim hlýtt. Þeir verja velferð. Þeir tryggja aðgengi að
heilbrigðisþjónustu og menntun óháð efnahag og styðja þá sem verst
eru settir.
Til skemmtunar má þá bera saman hvernig þeir haga sér í
stjórnarandstöðu í tíð ríkisstjórnar sem verður að kalla
velferðarfjandsamlega. Þar má nefna til hvernig ...
Finnbogi
Lesa meira
... Kaupmaðurinn á horninu er löngu liðin tíð. Valið stendur því
á milli ÁTVR annars vegar og Haga hins vegar og þá í framhaldinu,
eigenda ÁTVR og eigenda Haga. Ef við viljum að að eigendur ÁTVR,
sem erum við, almennir skattgreiðendur, hagnist, þá styðjum við
áfengisdreifinguna einsog hún er nú. Ef við viljum að eigendur
stórmarkaðanna græði þá náttúrlega styðjum við Heimdall og
Haga ...
Jóel A.
Lesa meira
Hver skyldu vera á bak við þennan vef? Heimdallur og Hagar?
... hann er hvergi auðkenndur ...
Bkv.
Árni
Lesa meira
Hvernig getur Bjarni sett fram þetta skilyrði um leið og hann
segist gefa fulla og óskoraða heimild fyrir kaupunum nema til að
slá ryki í augu fólks?
Finnbogi
Lesa meira
Mér sýnist og heyrist í fjölmiðlum að fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins um að koma brennivíni í matvörubúðir og
náttúru-passa-mála-ráðherrann hafi náð saman um þingmál hvors
annars. Það þykir mér vel við hæfi.
Sunna Sara
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum