Fara í efni

Á ÍSLANDI ÞARF EKKI AÐ FELA SPILLINGUNA!

DV greinir frá þóknunum til stjórnenda bankanna. Bankaráðsformaður Landsbankans fær 8,4 milljónir á ári. Það gerir 700 þúsund krónur fyrir hvern fund.
Bankastarfsemi, laun æðstu stjórnenda, millistjórnenda, bankaráðsmanna og annarra sem eru á "spenanum" er að verða mjög lík því sem var árin fyrir hrun bankanna.
Munurinn er þó sá að á árunum fyrir hrun voru ofurlaunin og "sporslurnar" rélættar með því að ábyrgð þeirra sem slíkra sérkjara nytu væri mikil.
Nú vitum við betur!
Hvers vegna voru allir bankarnir, sem fyrir hrun voru allt of stórir fyrir íslenskt efnahagslíf allir endurreistir til að verða allt of stórir fyrir land í efnahagshöftum?
Munur á Íslandi og öðrum löndum, sem við viljum bera okkur saman við, er sá að á Íslandi þarf ekki að fela spillinguna!Kveðja,
Sveinn