ALMENNINGUR STOFNI BANKA
Bankarnir hafa algerlega glatað trúverðugleika sínum. Nú er ekki
um annað að gera en byrja frá grunni, láta núverandi kerfi lönd og
leið, því er ekki viðbjargandi og síðan eigum við, almenningur, að
stofna banka sem þjónar okkur og engum öðrum. Það er löngu kominn
tími til. Bankarnir eru nbotaðir af eigendum og stjórnendum til að
maka krókinn á og græða á kostnað almennings. Nú er nóg
komið. Svo einfalt er málið.
Jóel A.