BANKABALL NÚMER TVÖ
Sæll Ögmundur, ég vildi vita hvort þú styddir þessar erlendu
lántökur bankanna í ljósi þess að þær leiddu til sögulegs
fjármálahruns hér fyrir 7 árum. Auk þess vildi ég kanna afstöðu
þína til þess að verja neytendur gegn óhóflegum þjónustugjöldum, af
80 milljarða hagnaði bankanna þriggja voru 30 milljarðar bara í
formi þjónustutekna. Eftir allt erfiðið og blóðtökuna sýnist manni
að lánaball númer 2 sé að hefjast, er ekki hægt að koma í veg fyrir
þessa þróun? Svo virðast sérlögmál gilda um kjör stjórnenda
fjármálafyrirtækja, það virðist ekkert hafa breyst eftir
hrun,
kveðja,
Gunnar
Sæll Gunnar,
nei, ég styð ekki banakaball númer tvö sem þú réttilega
kallar svo, sbr.: http://ogmundur.is/annad/nr/7383/
Kv.,
Ögmundur