TIL HVERS BÓNUSGREIÐSLUR Í BÖNKUM?
Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi um bónusa í
bönkunum og verð að segja eins og er að ég ætlaði varla að trúa því
að ríkisstjórnin vogaði sér að setja fram frumvarp um auknar
heimildir til bónusgreiðslna. Bankarnir sýndu hreinan gróða upp á
tæpa hundrað milljarða árið 2014. Þar af komu
þrjátíu milljarðar af þjónstugjöldum, hitt af háum vöxtum og
braski. Bónusarnir eru þá væntanlega til að örva mannskapinn
til að ná enn meira til eigenda sinna með ennþá hærri vöxtum
og ennþá hærri þjónstugjöldum! Þetta getur ekki gengið upp.
Kv.,
Johannes Gr. Jónsson