TRÚI EKKI AÐ SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKURINN STYÐJI BRENNIVÍNS-FRUMVARPIÐ!
Lesandi segir í bréfi hér á síðunni að það sé hugsjónamál
þingmanna Sjálfstæðisfkokksins að koma brennivíni í matvörubúðir.
Þetta er engin hugsjón Sjálfstæðisflokksins og fer því fjarri að
svo sé. Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokksins en vil ekki
sjá áfengi í almennum matvörubúðum. Ég trúi því ekki
fyrr en ég sé það gerast að þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykki
að stíga þetta óheillaspor!
Stína