AÐ HRUNI KOMINN Mars 2015
Manni hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar maður sér að
eitthvað er eftir af baráttugleði íslenskrar verklýðsstéttar. Ég
hlustaði á hana Drífu í fréttunum í gær og hún komst alveg
sérstaklega vel frá þessu. Málflutningur hennar var svo sanngjarn
að ég held að allt fólk með réttlætirtilfinningu í blóðinu hljóti
að styðja kröfur hennar og þeirra út í ystu æsar.
Svanur Jóhannesson
Lesa meira
Hrægamma mjaltirnar horfum við á
helst vilja almenning lifandi flá
á kröfunum græða
við munum blæða
eignalaus landinn nú forða
sér má
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Hvernig væri ef þessi vesæla og sjálfumlykjandi ríkisstjórn
setti á sig rögg, kæmi einu sinni án stórlætis fram við
láglaunafólk og byði því hækkun skattleysismarka um leið og hún
lýsti því yfir að ríkisbubbar og "stórútgerðin" yrðu í staðinn
látin greiða meira til samfélagsins en þau hafa gert í tíð hennar,
hingað til.
Edda
Lesa meira
Okkur er sagt í fréttum að auglýsingastofa hafi verið fengin til
að ráðleggja fyrrverandi innanríkisráherra í lekamálinu og
fengið ríflega greitt fyrir. Önnur auglýsingastofa mun hafa ráðlagt
núverandi ferðamálaráðherra vegna ferðamannapassans. Í hvorugu
tilviki virðist ráðgjöfin hafa borið tilætlaðan árangur - nema
kannski síður sé. Fróðlegt væri að fá að vita hvað ráðherrunum var
ráðlagt. En enn meira spennandi verður að fylgjast með því hvort
Ríkisendurskoðun fer fram á að höfðað verði skaðabótamál á hendur
ráðgjöfunum fyrir vörusvik.
Haffi
Lesa meira
Mér sýnist flestir vera í þann veginn að sjá í gegnum
náttúrupassaruglið. Það snýst bara um eitt, að búa til réttlætingu
fyrir því að landeigendur geti rukkað fyrir aðgang að landi
"sínu". Milljarðar streyma þegar inn í landið með ferðamönnum
og talsvert af þeim fjármunum rrata í ríkissjóð í gegnum
skatta. Þessa peninga á að nota til að bæta aðstöðu
við ferðmannastaði em eru þó ekki eins illa farnir og keyptir
áróðursmeirstarar gjaldheimtumanna vilja vera láta. Þetta er ein
stór leiksýning en markmiðið með þeirri sýningu er hvorki göfugt né
gott.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Bankarnir hafa algerlega glatað trúverðugleika sínum. Nú er ekki
um annað að gera en byrja frá grunni, láta núverandi kerfi lönd og
leið, því er ekki viðbjargandi og síðan eigum við, almenningur, að
stofna banka sem þjónar okkur og engum öðrum. Það er löngu kominn
tími til. Bankarnir eru nbotaðir af eigendum og stjórnendum til að
maka krókinn á og græða á kostnað almennings. Nú er nóg
komið. Svo einfalt er málið.
Jóel A.
Lesa meira
Sæll Ögmundur, ég vildi vita hvort þú styddir þessar erlendu
lántökur bankanna í ljósi þess að þær leiddu til sögulegs
fjármálahruns hér fyrir 7 árum. Auk þess vildi ég kanna afstöðu
þína til þess að verja neytendur gegn óhóflegum þjónustugjöldum, af
80 milljarða hagnaði bankanna þriggja voru 30 milljarðar bara í
formi þjónustutekna. Eftir allt erfiðið og blóðtökuna sýnist manni
að lánaball númer 2 sé að hefjast, er ekki hægt að koma í veg fyrir
þessa þróun? Svo virðast sérlögmál gilda um kjör stjórnenda
fjármálafyrirtækja, það virðist ekkert hafa breyst eftir hrun
...
Gunnar
Lesa meira
Ég er sammála því sem þú sagðir einhvers staðar í
fjölmiðlum, að Kaþólska kirkjan á að borga sanngirnisbætur fyrir
þau ungmenni sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla og langar mig
til að hvetja ríkisstjórnina til að höfða mál á hendur kirkjunni
til að ná í þessa peninga. Það má hins vegar ekki tefja að gengið
verði frá greiðslum til fórnarlamba. Skaðabótakrafa ríkisins á
hendur kirkjunni á að koma síðar. Kaþólska kirkjan er moldrík og á
ekki að komast upp með að horfast ekki í augu við eigin misgjörðir.
Slíkt er ekki sæmandi.
Hafdís Guðmundsdótir
Lesa meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi um bónusa í
bönkunum og verð að segja eins og er að ég ætlaði varla að trúa því
að ríkisstjórnin vogaði sér að setja fram frumvarp um auknar
heimildir til bónusgreiðslna. Bankarnir sýndu hreinan gróða upp á
tæpa hundrað milljarða árið 2014. Þar af komu
þrjátíu milljarðar af þjónstugjöldum, hitt af háum vöxtum og
braski. Bónusarnir eru þá væntanlega til að örva mannskapinn
til að ná enn meira til eigenda sinna með ennþá hærri vöxtum
og ennþá hærri þjónstugjöldum!...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Lesandi segir í bréfi hér á síðunni að það sé hugsjónamál
þingmanna Sjálfstæðisfkokksins að koma brennivíni í matvörubúðir.
Þetta er engin hugsjón Sjálfstæðisflokksins og fer því fjarri að
svo sé. Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokksins en vil ekki
sjá áfengi í almennum matvörubúðum. Ég trúi því ekki
fyrr en ég sé það gerast að þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykki
að stíga þetta óheillaspor!
Stína
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum