AÐ HRUNI KOMINN Mars 2015
Manni hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar maður sér að
eitthvað er eftir af baráttugleði íslenskrar verklýðsstéttar. Ég
hlustaði á hana Drífu í fréttunum í gær og hún komst alveg
sérstaklega vel frá þessu. Málflutningur hennar var svo sanngjarn
að ég held að allt fólk með réttlætirtilfinningu í blóðinu hljóti
að styðja kröfur hennar og þeirra út í ystu æsar.
Svanur Jóhannesson
Lesa meira
Hrægamma mjaltirnar horfum við á
helst vilja almenning lifandi flá
á kröfunum græða
við munum blæða
eignalaus landinn nú forða
sér má
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Hvernig væri ef þessi vesæla og sjálfumlykjandi ríkisstjórn
setti á sig rögg, kæmi einu sinni án stórlætis fram við
láglaunafólk og byði því hækkun skattleysismarka um leið og hún
lýsti því yfir að ríkisbubbar og "stórútgerðin" yrðu í staðinn
látin greiða meira til samfélagsins en þau hafa gert í tíð hennar,
hingað til.
Edda
Lesa meira
Okkur er sagt í fréttum að auglýsingastofa hafi verið fengin til
að ráðleggja fyrrverandi innanríkisráherra í lekamálinu og
fengið ríflega greitt fyrir. Önnur auglýsingastofa mun hafa ráðlagt
núverandi ferðamálaráðherra vegna ferðamannapassans. Í hvorugu
tilviki virðist ráðgjöfin hafa borið tilætlaðan árangur - nema
kannski síður sé. Fróðlegt væri að fá að vita hvað ráðherrunum var
ráðlagt. En enn meira spennandi verður að fylgjast með því hvort
Ríkisendurskoðun fer fram á að höfðað verði skaðabótamál á hendur
ráðgjöfunum fyrir vörusvik.
Haffi
Lesa meira
Mér sýnist flestir vera í þann veginn að sjá í gegnum
náttúrupassaruglið. Það snýst bara um eitt, að búa til réttlætingu
fyrir því að landeigendur geti rukkað fyrir aðgang að landi
"sínu". Milljarðar streyma þegar inn í landið með ferðamönnum
og talsvert af þeim fjármunum rrata í ríkissjóð í gegnum
skatta. Þessa peninga á að nota til að bæta aðstöðu
við ferðmannastaði em eru þó ekki eins illa farnir og keyptir
áróðursmeirstarar gjaldheimtumanna vilja vera láta. Þetta er ein
stór leiksýning en markmiðið með þeirri sýningu er hvorki göfugt né
gott.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Bankarnir hafa algerlega glatað trúverðugleika sínum. Nú er ekki
um annað að gera en byrja frá grunni, láta núverandi kerfi lönd og
leið, því er ekki viðbjargandi og síðan eigum við, almenningur, að
stofna banka sem þjónar okkur og engum öðrum. Það er löngu kominn
tími til. Bankarnir eru nbotaðir af eigendum og stjórnendum til að
maka krókinn á og græða á kostnað almennings. Nú er nóg
komið. Svo einfalt er málið.
Jóel A.
Lesa meira
Sæll Ögmundur, ég vildi vita hvort þú styddir þessar erlendu
lántökur bankanna í ljósi þess að þær leiddu til sögulegs
fjármálahruns hér fyrir 7 árum. Auk þess vildi ég kanna afstöðu
þína til þess að verja neytendur gegn óhóflegum þjónustugjöldum, af
80 milljarða hagnaði bankanna þriggja voru 30 milljarðar bara í
formi þjónustutekna. Eftir allt erfiðið og blóðtökuna sýnist manni
að lánaball númer 2 sé að hefjast, er ekki hægt að koma í veg fyrir
þessa þróun? Svo virðast sérlögmál gilda um kjör stjórnenda
fjármálafyrirtækja, það virðist ekkert hafa breyst eftir hrun
...
Gunnar
Lesa meira
Ég er sammála því sem þú sagðir einhvers staðar í
fjölmiðlum, að Kaþólska kirkjan á að borga sanngirnisbætur fyrir
þau ungmenni sem urðu fyrir ofbeldi í Landakotsskóla og langar mig
til að hvetja ríkisstjórnina til að höfða mál á hendur kirkjunni
til að ná í þessa peninga. Það má hins vegar ekki tefja að gengið
verði frá greiðslum til fórnarlamba. Skaðabótakrafa ríkisins á
hendur kirkjunni á að koma síðar. Kaþólska kirkjan er moldrík og á
ekki að komast upp með að horfast ekki í augu við eigin misgjörðir.
Slíkt er ekki sæmandi.
Hafdís Guðmundsdótir
Lesa meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðum á Alþingi um bónusa í
bönkunum og verð að segja eins og er að ég ætlaði varla að trúa því
að ríkisstjórnin vogaði sér að setja fram frumvarp um auknar
heimildir til bónusgreiðslna. Bankarnir sýndu hreinan gróða upp á
tæpa hundrað milljarða árið 2014. Þar af komu
þrjátíu milljarðar af þjónstugjöldum, hitt af háum vöxtum og
braski. Bónusarnir eru þá væntanlega til að örva mannskapinn
til að ná enn meira til eigenda sinna með ennþá hærri vöxtum
og ennþá hærri þjónstugjöldum!...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Lesandi segir í bréfi hér á síðunni að það sé hugsjónamál
þingmanna Sjálfstæðisfkokksins að koma brennivíni í matvörubúðir.
Þetta er engin hugsjón Sjálfstæðisflokksins og fer því fjarri að
svo sé. Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokksins en vil ekki
sjá áfengi í almennum matvörubúðum. Ég trúi því ekki
fyrr en ég sé það gerast að þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykki
að stíga þetta óheillaspor!
Stína
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum