AÐ HRUNI KOMINN Maí 2015
Ég sé að innanríkisráðherra hefur upplýst þig í formlegu svari
að starf Rögnu-nefndarinnar svokölluðu um framtíð
Reykjavíkurflugvallar að reikningurinn sé kominn í 35
milljónir og enn sé starfinu ekki lokið því á skorti "formlegar
veðurmælingar" á Skerjafirði. Hvernig stendur á því að fjölmiðlar
sýna þessum gagnslasa fjáraustri engan áhuga? ...
Haffi
Lesa meira
Ég minnist þess þegar ég mörgum sinnum heimsótti frænda minn í
Bandaríkjunum á níunda áratugnum, hann stundaði þar
sérnám í dýrasjúkdómum, hve oft hann vakti þá athygli mina á
lyfjaauglýsingum í útvarpi og sjónvarpi. Hann sagði að gott væri
til þess að vita að Íslendingar væru lausir við þennan ófögnuð. Sem
betur fer væru hans sjúklingar lausir við áreitið! En manneskjurnar
tryðu því miður áróðrinum og ruglinu og væri afleiðingin stóraukin
lyfjaneysla. Og nú ætlar Alþingi að samþykkja heimild til
lyfjaframleiðenda að hefja áróðursstríðið á
ljósvakanum. Þetta verður að stöðva!!!
Jóel A.
Lesa meira
Sammála þér Ögmundur um grein Kára um auðlindirnar og
eignarréttinn. Hún er frábær!
Sunna Sara
Lesa meira
Gjaldheimtu
Jón Gunnarsson
ei getur til friðs verið
Nú einkavinur hans eigir von
að sekta við Gull-Kerið.
Pétur
Hraunfjörð
Lesa meira
Um áratugaskeið hafa helstu rök virkjanasinna og
náttúruverndarsinna, þegar tekist er á um virkjun eða vernd, verið
þau að nauðsynlegt sé að flokka virkjunarkosti á faglegan hátt,
annað hvort vernda viðkomandi náttúru eða virkja, gera rammaáætlun
... Ég stend með verndun náttúrunnar en sætti mig við Rammaáætlun.
En ég sætti mig engan veginn við frekari uppbyggingu stóriðju. Nóg
er búið að rústa óafturkræft af íslenskri náttúru fyrir stóriðju
sem íslenska ríkið þénar ekki krónu á heldur verður að borga
með.
Pétur Kristjánsson
Lesa meira
Hvað líður ályktun gegn veru okkar í Nato? Hér er linkur á
áhugaverða grein og video ...
Birgir Rúnar Sæmundsson
Lesa meira
Já víst er það vandamál
að venjast þessu hokri
Ef bankar æsa verðbólgu bál
með bónusum og okri.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... Menn hafa ekki viljað ræða verkföllin hjá
heilbrigðisstéttunum. Það kemur mér á óvart. Þessi verkföll eru
mjög óvægin og ekki skánar þetta með verkfalli hjúkrunarfræðinga.
...
Stefán Einarsson
Lesa meira
Auðvitað á að haga kjaraviðræðum þannig að þær fari stöðugt fram
allan ársins hring með skipulegum hætti þannig að reynt verði að ná
niðurstöðu ÁÐUR en kjarasamningar eru lausir. Þannig má forðast
illvíg verkföll. Hvenær ætla Íslendingar að læra?
Ljósmóðir
Lesa meira
Andskoti er allt orðið spillt
á fátt má orðið stóla
þeir ferlega fóru mannavillt
að fangelsa vitlausan Óla.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum