AÐ HRUNI KOMINN Júní 2015
Ég held að ég hafi aldrei skilið jafnlítið í flugvallarmálinu og
nú! Eflaust hrifust einhverjir með Degi B. Eggertssyni,
borgarstjóra, þegar hann kom fram í fréttum í hrifningsvímu og
mærði stýrihópinn sem skilaði af sér í síðustu viku. Hópurinn segir
vænlegasta kostinn vera að byggja nýjan flugvöll í
Hvassahrauni. Semsagt flytja hann frá Reykjavík. Nákvæmlega einsog
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri helst vill.
Eitthvað munu tvær grímur hafa runnið á einhverja þegar í
ljós kom að ...
Jóel A.
Lesa meira
Hugrekkið vantar þar hrópaði Bragi
hæstvirtur Ráðherra er ekki í lagi
vildi þingið hvetja
en lýðinn knésetja
og stuðla að landflótta af versta tagi.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í hinu nýja vefriti Stundinni segir að samningar við Thorsil
verði frágengnir á Alþingi fyrir þinglok og er vísað til þess að
pólitísk hagsmunatengsl valdi þar miklu. Það er viussulega rétt að
eigendur kísilverksmiðju Thorsil sem rísa mun í Helguvík eru margir
nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Hér er slóð á frétt
Stundarinnar:
http://stundin.is/frett/thetta-eru-eigendur-kisilverksmidjunnar/
Áður hafði Thorsil reynt fyrir sér í Þorlákshöfn og á Bakka við
Húsavík. Er nema ein skýring til á því, hvers vegna Thorsil varð
frá að hverfa frá Þorlákshöfn og Bakka? Var raforkuverðið ekki
ágreiningsatriðið við LSV? Á nú með "Sovétpólitískum" aðgerðum að
...
Sveinn Aðalsteinsson
Lesa meira
Nú vona ég að Landlækni verði að ósk sinni og verkfallinu á
Landspítalanum verð aflýst. Frændi minn sem ég minntist á í
skilaboðum til þín fór í aðgerð fyrir nokkrum dögum og reyndist
töluvert meira að honum, en læknar höfðu gert ráð fyrir. Hann var
því sex tíma á skurðarborðinu. Þetta hygg ég að geti átt við marga,
sem þurft hafa að bíða eftir meðferð. Ég tel því ánægjulegt að
Landlæknir muni meta tjónið af þessu verkfalli. Niðurstaðan gæti
orðið sú að ekki sé hægt að sættast á að heilbrigðisstéttir fari í
verkfall ...
Stefán Einarsson
Lesa meira
Ljóst er að boðun þingfundar á sunnudagskvöldi um gjaldeyrishöft
er generalprufa, æfing, fyrir það sem koma skal: Að allir þingmenn
stökkvi gagnrýnislaust og umræðulítið á afnám gjaldeyrishafta. Til
hvers þarf að afnema þau ef afnámið kemur landsmönnum í koll
sem ég er sannfærður um að það geri. Ætla bara að minna á að
svona vinnubrögð einsog nú skal viðhafa, minna á Icesave og eitt af
kvótalögunum (samþykkt 63-0). Orðalagið "fyrir opnun markaða"
einsog nú heyrist er dæmi um að glæpur er í uppsiglingu. Hver þarf
...
Hreinn K
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum