Fara í efni

FÆSTIR ÁNÆGÐIR MEÐ NIÐURSTÖÐUR UM FLUGVÖLL

Sæll Ögmundur. Ég hef ekki séð neitt nýtt um heilbrigðisstéttirnar í bili.Vinna Rögnunefndar tengist heilbrigðismálum. Hver var ávinningur af vinnu Rögnunefndar, er hægt að fullyrða eitthvað um það? Þetta hefur væntanlega verið kostnaðarnytjagreining um vænlegan kost fyrir flugvallarstæði, en fæstir virðast ánægðir með niðurstöðuna.
Mbk
Stefán Einarsson

Sæll og þakka þér bréfið Stefán.
Ég er að lesa skýrslu Rögnunefndar gaumgæfilega og mun tjá mig um niðurstöðurnar þegar ég hef lokið þeiri yfirferð. En í stuttu máli þá var markmiðslýsing með þessari vinnu mjög óljós og gat varla annað en kallað á óljósar niðurstöður. Í mínum huga var þetta ein allsherjar afvegaleiðing af hálfu yfirvalda.
Kv.,
Ögmundur