Fara í efni

HÁRRÉTT HJÁ HJÖRLEIFI!

Ég er fegin að sjá þessa umræðu um Rammaáætlun hér á síðunni og í Fréttablaðinu nýlega þar sem vísað er í skrif Hjörleifs Guttormssonar um forsendur sem þurfa að vera til staðar til að Rammaáætlun yfirleitt gangi upp.
Það verður að setjast yfir það hvers vegna við erum yfirleitt að auka raforkuframleiðsluna og í þágu hverra. Áður en það er gert er galið að fórna hverri nátúruperlunni á fætur annarri bara af því að Rammaáætlun segir að það sé í lagi. Þetta er hárrétt hjá Hjörleifi. 
Ég skynjaði það mjög strekt í umræðunni á Alþingi  í vor að flestir þingmanna voru fyrst og fremst að tala um form en ekki innihlald einsog þú segir Ögmundur. Þetta var mjög áberandi hjá Samfylkingu, Pírötum og Bjartri framtíð að undanskyldum Róberti Marshall sem greinilega hefur á því skoðun að ekki eigi að virkja í neðri hluta Þjórsár.
Það þarf meira af þessari umræðu.
Sunna Sara