UM GRÍSKAR SKULDIR OG ÍSLENSKT BRUÐL

Sæll Ögmundur
Ég er með tvær spurningar, ein um erlend mál.
Mér finnst að gríska málið hafi aldrei verið fyllilega útskýrt í grunninn, svipað og á Íslandi er bankar í einkageiranum sekir um að hafa lánað gáleysislega og eru svo að reyna að krækja í ríkisábyrgð eftir á. Er það siðferðilega rétt?
Eins og í tilfelli okkar er upphæðin líka það stór að Grikkjum mun aldrei takast að ráða við lánin, þess vegna er þetta líka spurning um raunsæi, það verður að gefa lánþeganum tækifæri að ráða við lánið. Þá vaknar spurning hvort að ESB sé orðið að handrukkara einkabanka eða kapítalsins en gefur út á sama tíma að það sé lýðræðisleg stofnun!
Loks var ég með spurningu um gang mála heima, hvort að þú teljir að 8 milljörðum Landsbankans sé vel varið í nýjar höfuðstöðvar eða í aðra hluti.
Kveðja,
Gunnar

Þakka bréfið, vangaveltur þínar og spurningar. 1) Mér finnst þetta ekki vera siðferðilega rétt. 2) Já, ég lít á ESB sem handrukkara kapítalismans, 3) Mér finnst hneyksli að Landsbankinn sé að kosta undir starfsemi sína rándýrt monthús.
Kv., Ögmundur

Fréttabréf