SPURT OG SVARAÐ UM AFSÖGN
Sæll Ögmundur. Ég vildi heyra frá þinni hendi af hverju þú
sagðir upp ráðherradómi á sínum tíma. Gjarnan hvort og hvernig það
tengdist Icesave málinu ...
Stefán Einarsson
Sæll Ögmundur. Ég vildi heyra frá þinni hendi af hverju þú
sagðir upp ráðherradómi á sínum tíma. Gjarnan hvort og hvernig það
tengdist Icesave málinu ...
Stefán Einarsson
Hér formenn fjárlaganefndar
og framsóknaríhaldið kalt
Finna til frjálshyggjukenndar
nú frelsa skal Island allt.
....
Pétur Hraunfjörð
Ég er borinn og barnfæddur Sjálfstæðismaður eins og þú veist.
Hefur þú nokkra skýringu á því hvers vegna tölvuskeyti til mín frá
flokknum lenda nú orðið alltaf í svokölluðum "ruslpósti"?
Eftirfarandi póstur beið mín t.a.m. í sorpinu í kvöld ...
Árelíus
Frosti og Franciscus Páfi,
á fjármálum hafa vit.
Þó um víðan völlinn ráfi
velst ég í skuldastrit.
Pétur Hraunfjörð
KB segir hér í lesendabréfi að ekki megi horfa framhjá Hamas
samtökunum þegar Ísrael er fordæmt. Þetta er nokkuð sem jafnan er
notað til að réttlæta ofbeldi Ísraelsstjórnar. Auðvitað er til
ofbeldissinnað og öfgafullt fólk á meðal Palestínumanna eins og í
flestum samfélögum. Sú kúgunarstefna sem Ísrael hefur fylgt í
áratugi er sem næring í æð slíkra afla. Ísrael er hins vegar hinn
raunverulegi gerandi á sama hátt og Suður-Afríkustjórn var hvað
varðar aðskilnarstefnuna í Suður-Afríku. Andspyrnuhreyfingin, ANC,
greip til vopna og framdi ódæðisverk. En hún var ekki hinn
raunverulegi sökudólgur ...
Sunna Sara
Heldur þykur mér þú skjóta yfir markið. Alvarlegustu
mannréttindabrotin eru þau sem Hamas ber ábyrgð á. Því lítur þú
framhjá því?
Með góðri kveðju,
KB
Mig langar að forvitnast um þína tíð sem
innanríkisráðherra.Samkvæmt þeim heimildum, sem ég hef þá hafðir þú
ekki mjög mikinn áhuga á eða tíma til að sinna fangelsismálum. nú
er andrúmsloftið í þjóðfélaginu orðið þannig að fólk telur að betra
sé að "betra" fanga í stað þess að refsa þeim. Á Íslandi er
refsistefna sem hefur verið við lýði í áratugi og hefur aldrei
breyst. Við erum í raun með sama refsistefnukerfið og USA og UK þó
vissulega séum við ekki með dauðarefsingar og aðbúnaður er mun
betri hérna. Það sýnir sig líka í endurkomutíðni í fangelsin sem er
sú sama hjá okkur og í þessum löndum. En aðbúnaður er samt sem áður
ekki aðalatriðið heldur þarf ...
Arnar Jónsson
Nú Framsókn og BF vill gefa því gætur,
að glæpamenn fái atvinnuleysisbætur
því Siggi & Óli
á Kvíó skjóli
af blankheitum sofa nú illa um nætur.
Pétur Hraunfjörð
... Svo er hitt alveg rétt hjá henni að dýrkun á óhamingju og
óhöppum í lífinu keyrir stundum um þverbak. Í tilraunum blaða til
að seljast og tilraunum pólitíkusa að koma sjálfum sér á framfæri.
Grafið er upp allt það sem úrskeiðis hefur farið í lífinu,
veikindi, ofbeldi,nauðganir, barnamissir, lystarstol og annað sem
talið er geta orðið góð söluvara fyrir blað eða pólitíkus. Þetta
getur orðið ósköp hvimleitt.
Gott hjá Björk að vekja máls á þessu.
Vinstri maður
Þakka þér fyrir grein þín um að "skaðvaldinn" viljum við ekki
aftur á Miðnesheiðina og það sem meira er, Ísland úr NATÓ,
strax!
Jón Gr. J.
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Eftirfarandi grein er stíluð til félaga í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og birtist fyrst 9. maí á vettvangi þeirra. Þar sem ég tel hana eiga erindi út fyrir raðir Vinstri grænna hef ég farið fram á að hún birtist hér á þessum opna vettvangi.
Í meðfylgjandi grein í Kjarnanum frá 6. maí stendur þetta:
„Íslensk stjórnvöld styðja þær ákvarðanir sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar munu taka varðandi aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Engin breyting hefur orðið á samþykktri stefnu Vinstri grænna (VG).Þetta kemur fram í svari ...
Eitt er að hafa skoðun annað að hafa ritskoðun. Þótt ást og hatur virðist við fyrstu sýn vera andstæðar tilfinningar hafa vísindamenn á sviði taugalíffræði komist að þeirri niðurstöðu að sömu rásir í heilanum tengist bæði ást og hatri. Þá benda rannsóknir í sálfræði til þess að því dýpri sem „ástin“ er þeim mun meira sé „hatrið“. Þetta tvennt virðist því fara saman. Nútildags eru tjáðar skoðanir sem ekki fylgja valdinu í blindni flokkaðar sem „hatursorðræða“...
Lesa meira... Óljóst er hverjar svikasakir voru bornar á útlægan Andskota forðum. Ráð er að taka dóminn upp, finna leið sátta. Færa Djöfsa upp til fyrra embættis í Guðsríki, banna slaufun og einelti gegn honum. Gera hann að bættum engli, þótt meðferð kosti. Við slíka sátt lýkur því Miklastríðinu, en við það missa þó krossmenn spón úr aski og aðrir kjörnir stríðsmenn. Mikjáll stríðsengill missir embættið ...
Lesa meiraEinkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum. Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...
Lesa meira... Flokkar á Alþingi sem einkennast af málefnafátækt sjá helstu sóknarfæri sín í því að útbreiða eiturlyf [auka aðgengi] og troða íslenskri þjóð inn í Evrópusambandið. Þegar fólk hefur gefist upp við stjórn landsmálanna, og í baráttunni við þjóðfélagsógn eins og eiturlyf, er ekkert eftir nema játa „ósigur“, soga „nokkrar línur“ upp í nefið á sér, og ganga í evrópskt ríkjasamband ...
Lesa meira... “ War is over” heyrist stndum sönglað glaðlega, en á sama tíma er lagt á ráðin um ný helvísk stríð. Hald sumra er að upplýsingabylting sé fosenda friðar. Þá ber að gæta að því hverjir stýra tæknimiðlum, móta þannig hugarheim manna, en þar að baki leynast kaldrifjuð öfl ...
Lesa meira