Fara í efni

BJÖRK TIL VARNAR

Ég get alveg tekið undir að ummæli Bjarkar Vilhelmsdóttur fráfarandi borgarfulltrúa  um félagsþjónustuna orka tvímælis - vægast sagt. En það er óþarfi að leggja þau út á versta veg. Og margt af því sem Björk sagði í viðtali við fjölmiðil um þessi mál er alveg rétt því til er fólk sem stöðugt leitar eftir stuðningi  hins opinbera í stað þess að reyna að rísa á fætur og hjálpa sér sjálft. Kannski þarf það svoldið spark í rassinn!
það breytir því ekki að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þarf á hjálp félagsþjónustunnar að halda gerir það raunverulega og er ósanngjarnt að brigsla því fólki um  aumingjaskap enda held ég að það hafi alls ekki vakað fyrir Björk.
Svo er hitt alveg rétt hjá henni að dýrkun á óhamingju og óhöppum í lífinu keyrir stundum um þverbak. Í tilraunum blaða til að seljast og tilraunum pólitíkusa að koma sjálfum sér á framfæri. Grafið er upp allt það sem úrskeiðis hefur farið í lífinu, veikindi, ofbeldi,nauðganir, barnamissir, lystarstol og annað sem talið er geta orðið góð söluvara fyrir blað eða pólitíkus. Þetta getur orðið ósköp hvimleitt.
Gott hjá Björk að vekja máls á þessu.
Vinstri maður