AÐ HRUNI KOMINN Október 2015
... En mjög líklegt er að tiltölulega fáir upphaflegir aðilar
séu enn í hópi kröfuhafa heldur hafi kröfurnar gengið kaupum og
sölum í braskheiminum. Við sem áttum hlutbréf í bönkunum höfum ekki
fengið krónu út úr þessu. Hlutaféð upphafleg keypt fyrir sparnað
var sett niður í ekkert neitt. Engar tilhliðranir höfum við fengið
sem töpuðum okkar sparnaði í hendur hrægammanna. Mætti koma á móts
við okkur sjái Fjármálaráðuneytið aumur á braskaralýðnum sem nú
vill fórna bankadrottningunni?
Guðjón Jensson
Lesa meira
Fótgönguliðar frjálshyggju-hersins
fjármagnaðir af hulduher Kersins.
Þar mitt er mitt
og þitt er mitt
og rændu gjaldi
v/Geysis-hversins.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... þakka þér fyrir að mótmæla því að verkfall okkar
snúist um aðferðafræði við samninga en ekki kjör eins og
fjármálaráðherrann viðist halda Enginn leikur sér að því að
fara í verkfall. Það þýðir tekjumissi og ómæld leiðindi. Við förum
í verkfall til að knýja á um betri kjör og réttlátari
tekjuskiptingu. Þetta verður fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin að
skilja - og því fyrr þeim mun betra.
Sjúkraliði í verkfalli
Lesa meira
Mér finnst hægt ganga að koma okkur Íslendingum út úr Nato
árásarbandalaginu. Sendi hér áhugaverðar slóðir sem er þess
virði að dreifa víða...
Birgir Rúnar Sæmundsson
Lesa meira
Íslenskt fjölmiðlafólk sem étur upp NATÓ áróðurinn gegn Kúrdum,
hefur ekkert sér til málsbóta þrátt fyrir slíkt velviljatal á
þessari heimasíðu! Að bera á borð í íslenskum fjölmiðlum áróður
tyrknesku stjórnarinnar um að líklegir tilræðismenn í
Ankara hafi verið úr röðum Kúrda, er tilræði við
heilbrigða skynsemi. Þar er ég þessari heimasíðu sammála!!!
Haffi
Lesa meira
Nærri var ég fallinn frá
fyrir skemmstu.
En tilveran nú tifar grá
ótrufluð af flestu.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Kátt er nú á Kvíabryggju
kaldrifjaðir ei gera grin.
Með matnum hafa í hyggju
að heimta gott Rauðvín.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég hlustaði á umræðuna um ÁTVR á Alþingi á fimmtudag. Ég
tek undir með Joel A. í lesendabréfi hér á síðunni, að það kom á
óvart hvernig Píratar stilla dæminu upp fyrst og fremst út frá
verslunarfresli og þar með verlsunarhagsmunum! Svo finnst mér að
eigi að sýna Heiðu Helgadóttur frá Bjartri framtíð þá virðingu að
ræða hugmynd hennar um að Ríkið fari að selja dóp náist ekki að
leggja ÁTVR niður!
Sunna Sara
Lesa meira
Nú almannaþjónustu athafnamanna
vill almenningur ótvírætt kanna
frá mjöltum víkið
og gera út á Ríkið
óheilla græðgina ættum að
banna.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Vínbúðir í Svíþjóð hafa fengið viðurkenningu þriðja árið í röð
fyrir að vera besta þjónustufyrirtæki landsins.
http://press.systembolaget.se/systembolaget-sveriges-basta-serviceforetag-alla-kategorier/
Það þarf ekki að einkavæða til veita góða þjónustu ...
Magnús Guðmundsson
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum