Fara í efni

FRÓÐLEG UMRÆÐA: BLÁSIÐ Á LÝÐHEILSU-SJÓNARMIÐ!

Umræðan um frumvarp sem bannar ríkinu að annast áfengissölu er stórmerkileg. Ekki vegna þess að mörgum  nýjum fróðleikskornum hafi verið sáð í jörð í þessari umræðu heldur vegna hins að hún varpar ljósi á póltíska afstöðu til dæmis Pírata og þingmanna í Bjartri framtíð. Þau töluðu máli frjálshyggju af meiri tilfinningaþunga en ég hafði búist við. Allt til þess að færa stóru verslunarkeðjunum einokun sem nú er á hendi ríkisins. Þetta verður nefnilega niðurstaðan í ljósi þess að áfengissala á eftir sem áður að  lúta ákveðnum aðhaldsreglum. Aðeins stóru búðirnar munu geta staðist slíkar kröfur.
Ég er forviða á því að þetta fólk sem gefur sig út fyrir að verja almannahag skuli blása á lýðheilsusjónarmið eins og Helgi Hrafn,„kapteinn" Pírata gerði  í umræðunni. Það er með ólíkindum hvert umræðan á Alþingi Íslendinga er komin!
Jóel A.