Fara í efni

UM SKIPAN Í HÆSTARÉTT

Sæll Ögmundur.
Nú stendur til að ráða nýjan hæstaréttardómara. Einn umsækjanda virðist standa næstur í goggunarröð íhaldsins að hreppa þessa eftirsóknarverða stöðu.
Skoðum málið nánar: Nú er svo að þessi maður ásamt 4 öðrum voru í stjórn almenningsfyrirtækis, Atorka sem yfirtók Jarðbornir og fleiri fyrirtæki í aðdraganda bankahrunsins. Jarðboranir voru áður í sameiginlegri eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar og var mjög vel rekið fyrirtæki undir stjórn þeirra Bengts Einarssonar og Arnar Sigurðssonar en var einkavætt á árunum upp úr 1990.
Ég var strax með fyrstu hluthöfum fyrirtækisins og smám saman átti eg og fjölskylda mín um 0.75% í Jarðborunum þegar það var yfirtekið af Atorku. Í aðdragaanda bankahrunsins komu ýmsir braskarar að þessu almenningshlutafélagi sem í upphafi var Hlutabréfsjóðurinn sem Kaupþing og Pétur Blöndal voru upphafsaðilar.
Atorka var eftir fjandsamlega yfirtöku á Jarðborunum á mikillri fart í aðdraganda hrunsins. Haustið 2008 tók stjórnin, með núverandi umsækjanda að dómarastarfi við Hæstarétt þá ákvörðun, að afhenda skuldheimtumönnum fyrirtækið án þess að hluthafar áttu þess nokkurn kost að bregðast við. Við það gátu fyrrum hluthafar ekkert svar, ekki var unnt að krefjast opinberrar rannsóknar vegna þessarar ákvörðunar.
Nú er mjög áleitin spurning: Verði viðkomandi fyrrum stjórnarmaður Atorku skipaður dómari við Hæstarétt má reikna með að hann geti litið óhallt á málefni sem tengist fjármálaumræðu af hverju tagi, t.d. spillingu, fjársvikum, undanskoti eigna og öðru sem fjárglæfrum kann að tengjast? Eg leyfi mér að stórefast um það! Sem fyrrum hluthafi sá eg eftir eignum sem námu um það bil einu jarðarverði! Það var mikið traust borið til þeirra sem sátu í stjórn Atorku en eg leyfi mér að setja fram efasemdir þegar braskaraöflin í samfélaginu vilja skipa mann sem kann að hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Viljir þú fá nánari upplýsingr munu þeir fúslega veittar!
Vinsamlegast og bestu kveðjur úr Mosfellsbæ,
Guðjón Jensson