AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2015
Ég var að fara yfir lista vinstri meirihlutans í Reykjavík um
eignir borgarinnar sem á að selja til að stinga upp í skuldahít
undanfarinna ára. Ekki þekki ég þá starfsemi sem fram fer í öllum
þessum eignum. Þó sé ég að það á að selja höfuðstöðvar Strætó. Hver
skyldi nú eiginlega verða sparnaðurinn af því að selja ofan af
starfseminni og fara út á leigumarkaðinn? Er ekki reynsla fyrir því
hvað svona nokkuð kostar eða hvar hafa vinstrimenn haldið sig
undanfarna þrjá áratugi eða svo? Þá á að selja bílastæðahús
borgarinnar - meira að segja ætlar meirihlutinn að skera undan sér
stæðin undir Ráðhúsinu ...
Ármann
Lesa meira
Borgar gegn alvaldi Ólöf stóð,
afglöpum vísar til bugs.
Braskarar vilja byggja á lóð,
brjóta reglur flugs.
Kári
Lesa meira
Úr laupum sínum læðast brátt
Og láta sem þeir eigi bágt
gammarnir mæddu
milljarða græddu
en segjast verða að þola sátt.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... Ef þú hefðir ekki talað fyrir úrsögn úr NATÓ í þessari
umræðu hefði ég haldið að andstaða íslenskra þingmanna við aðild að
NATÓ væri gufuð upp. Eitthvað var kjarnorkuvopnum andæft í þessari
umræðu en dauflega þó. Síðan ekki söguna meir. Píratar töluðu
náttúrlega bara um tölvur og virðast einlægir hernaðarsinnar og
sama gildir um Samfylkingu og Birtingu og kemur engum á óvart. En
ég skal játa að VG kemur mér á óvart og það ekki eins og ég hefði
viljað!
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
... Ég er svoldið skotin í geininni þinni í helgarblaði Moggans
nýlega um LEIÐNA TIL ÁNAUÐAR, http://ogmundur.is/annad/nr/7689/ .
Ég held nefnilega að þar sé fjallað um Íslandssöguna ef ekki
mannkynssöguna, þótt það eigi án efa eftir að taka einhver ár að
uppgötva það
Sunna Sara
Lesa meira
...Bandaríkjamenn eru 5% af heildar ibúafjölda heimsins en þeir
eyða jafn mikið til hermála og hin 95% til samans. Þeir eru án vafa
mesta hryðjuverkaþjóð heimsins. Það er ljótt af þér að líkja Rússum
við þá. Það eru engar sannanir fyrir því að Rússar hafi verið að
gera árásir á sjúkrahús. Getur verið að þú sért ennþá að taka mark
"main stream media" varðandi átökin í Austurlöndum. Bandaríkjamenn
eru búnir að vera að í 14 ár að eyðileggja stöðugleika í
Miðausturlöndum og valda þvílíkum fólksflutningum að ...
Kv Guðmundur
Lesa meira
Finnst þér rétt að ríkið selji eignarhlut sinn á Geysissvæðinu
... ?
Edda
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum