HVAR ER ANDSTAÐAN VIÐ NATÓ?

Ég vil þakka þér fyrir ræðu þína Á Alþingi um Öryggsmálastefnu Íslands, sem þú hefur vakið athygli á. Samkvæmt þessari stefnu verður hornsteinninn áframhaldandi vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATÓ. Ef þú hefðir ekki talað fyrir úrsögn úr NATÓ í þessari umræðu hefði ég haldið að andstaða íslenskra þingmanna við aðild að NATÓ væri gufuð upp. Eitthvað var kjarnorkuvopnum andæft í þessari umræðu en dauflega þó. Síðan ekki söguna meir. Píratar töluðu náttúrlega bara um tölvur og virðast einlægir hernaðarsinnar og sama gildir um Samfylkingu og Birtingu og kemur engum á óvart. En ég skal játa að VG kemur mér á óvart og það ekki eins og ég hefði viljað!
Jóhannes Gr. Jónsson

Fréttabréf