NÝLUNDA VIÐ BANKARÁN
Nú öðruvísi hér öllum brá
ódæðið freklegt kynni.
Því banka þeir rændu utanfrá
það lá við að af mér rynni.
Pétur Hraunfjörð
Nú öðruvísi hér öllum brá
ódæðið freklegt kynni.
Því banka þeir rændu utanfrá
það lá við að af mér rynni.
Pétur Hraunfjörð
Verslunarmenn nú mega vinna
formaður vill fríin burt
Því túristunum þarf að sinna
um jólin fengu Te og smurt!!
Pétur Hraunfjörð
Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur segir í fréttum
að friðhelgi stórhátíðadaganna sé liðin tíð. Það geri allir
túristarnir! Þessu er ég ósammála. Við höfum alltaf búið við það að
heilbrigðisstarfsfólk, löggæslan og ýmsar öryggisstéttir þurfi að
vinna á stórhátíðum. Að sjálfsögðu þarf líka að gefa túristum að
borða. Það breytir því ekki að við eigum að reyna að hafa eins
marga og kostur er í fríi á þessum miklu fjölskylduhátíðum þar sem
fólk nýtur þess að vera saman. Er það kannski líka úrelt og
"barn síns tíma" ? Svona hefðu fyrrverandi forystumenn
verkalýðsfélaga varla talað. Þeir hefðu látið atvinnurekendur um að
sækja á en ekki tekið af þeim ómakið. En er það kannski að
verða...
Sunna Sara
Nú Jólabónus flestir fá
úr góðæri sér velta
Enn svívirðilegt er að sjá
öryrkjana svelta.
Pétur Hraunfjörð
Þakka þér fyrir greinina um leikskólann og ljóðin og að
minna á hve mikilvægt það er að búa börnum menningarlegt
uppeldi. Þarna gegnir leikskólinn lykilhlutverki og þú nefnir dæmi
þar sem einstaklega vel er gert. Það yljaði mér um hjartarætur að
lesa þessa grein og það vakti stolt með mér innra með sem
leikskólakennari. Svona gerast hlutirnir þegar vel er að verki
staðið - en þetta gersit ekki af sjálfu sér!
Leikskólakennari
Mér dettur stundum í hug, lesandi og hlustandi á fjölmiðla kynna
núninginn í viðræðum sjómanna og svokallaðra útgerðarmanna um kaup
og kjör þeirra fyrrnefndu, hvort gamla bændasamfélagið og
vistarbandið sé að snúa aftur tvíeflt.
Edda
Alla daga ´ann bænir biður
en blíðlega tekur til orða
Almætinu ´ann segir miður
að öryrkjar þurfi að borða.
Pétur Hraunfjörð
Þakka þér fyrir að gefast ekki upp í baráttunni gegn spilakössum
þótt á brattann sé að sækja. Ég veit að miklir peningahagsmunir eru
í húfi hjá félagslega sterkum aðilum í þjóðfélaginu, Háskóla
íslands, Rauða Krossinum og fleirum. Þess vegna er það ekki til
vinsælda fallið að berjast gegn þessari ógeðfelldu iðju. Ég þekki
þennan vanda af eigin raun úr minni fjölskyldu og finnst
ömurlegt að horfa upp á ábyrgðarleysi og vesaldóm þingmanna í þessu
máli.
Þingmenn verða að gera sér grein fyrir því að spilafíkn er
raunveruleg fíkn og að...
Móðir tvítugs spilafíkils
Tisa ríkin tuttugu og þrjú
tilfinnanlega þurfa oss nú
en flestir skilja
að orkuna vilja
á leynimakkinu ei höfum trú.
Pétur Hraunfjörð
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
Lesa meira„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Lesa meiraKaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Lesa meiraÞað er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Lesa meiraÚtbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Lesa meiraÞví miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...
Lesa meira