Fara í efni

ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur  segir í fréttum að friðhelgi stórhátíðadaganna sé liðin tíð. Það geri allir túristarnir!
Þessu er ég ósammála. Við höfum alltaf búið við það að heilbrigðisstarfsfólk, löggæslan og ýmsar öryggisstéttir þurfi að vinna á stórhátíðum. Að sjálfsögðu þarf líka að gefa túristum að borða. Það breytir því ekki að við eigum að reyna að hafa eins marga og kostur er í fríi á þessum miklu fjölskylduhátíðum þar sem fólk nýtur þess að vera saman. Er það kannski  líka úrelt og „barn síns tíma" ? Svona hefðu fyrrverandi forystumenn verkalýðsfélaga varla talað. Þeir hefðu látið atvinnurekendur um að sækja á en ekki tekið af þeim ómakið. En er það kannski að verða barn sín tíma að passa upp á hagsmuni launafólks?
 Sjá: http://ruv.is/frett/log-um-helgidaga-barn-sins-tima
Sunna Sara