AÐ HRUNI KOMINN 2016
Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við
lesendur sína að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn
af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt
þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki. Þetta er án efa mjög
verðskuldað. En með fullri virðingu fyrir Birgittu get ég þó ekki
setið á mér að spyrja hvers Óttarr Proppé eigi að gjalda. Hann
hefur fyrir hönd flokks síns, Bjartrar framtíðar, tekið þátt í
tilraunum til stjórnarmyndunar með öllu pólitíska litrófinu á
Íslandi og alltaf séð ljósið. Að mati Óttars virðist ekkert standa
í vegi þess að björt framtíð geti runnið upp á Íslandi, aðeins ef
menn hætti að setja stjórnmálaágreining fyrir sig. Ég fæ ekki
skilið annað en ...
Sunna Sara
Lesa meira
Framundan eru dimmir dagar
og dauðans alvaran köld.
Frjálshyggja ei fátækt lagar
fari Íhaldið með völd.
Þá hægrimenn og helvíti
hefja búskap saman.
Verkafólk guð varðveiti,
hér verður lítið gaman.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í þjóðfélaginu er mikil krafa um breytt stjórnarfar. Vilji er
fyrir stjórn flokka með ólíkar áherslur, þar sem hagsmunir
togast á, fyrir stjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylkingar. Fólk vill aukið lýðræði í
stjórnarfarið að við ríksstjórnarborðið togist á hagsmunir og mál
séu til lykta leidd. Mér finnst eins og forysta okkar Vinstri
Grænna sé ekki nógu næm á stöðuna. Þjóðin er að fara fram á það
...
Bjarni
Lesa meira
Ríkisstjórnar-laust er land
líklega yfir jólin.
En frændur þá fara í hjónaband
og Proppe fær barnastólinn.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að
Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu
fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar
framtíðar. Og nú þegar stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað fyrir
sjálfri sér og þjóðinni að hún er þarflaus á þingi, er ekki
við góðu að búast.
En sem betur fer höfum við jólin og síðan ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það er skelfileg tilhugsun ef satt reynist að við séum að fá
harðsvíraða hægri stjórn yfir okkur, með Sjálfstæðisflokki,
Viðreisn og Bjartri framtíð. Þessu er nú haldið fram í einhverjum
fjölmiðlum. Er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta með
því að kippa Framókn með inn í einhvers konar miðjubandalag. Þar
hefur Viðreisn að sjálfsögðu aldrei átt heima. Hvað finnst þér
Ögmundur ... ?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Mig langar til að óska Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins, til hamingju með fjárlagafrumvarpið sem hann
lagði fyrir Alþingi og þingið síðan samþykkti í sögulegri sátt
fyrir jólin að því undanteknu að örfáir fjárlagaliðir voru
hækakaðir lítillega. Þjóðfélagið þegir- ennþá því varðstöðumenn
þess á þingi þegja þunnu hljóði. Þegar kemur að framkvæmdinni
minnumst við þess að þingið allt er ábyrgt fyrir
afgreiðslunni.
Jóel A.
Lesa meira
Takk fyrir viðtalið á Rás 2 í morgun um Grímsstaði á Fjöllum en
ekki síður brýninguna sem þingmenn fengu í lífeyrismálinu ... Ég
saknaði málflutnings af þessu tagi í þinginu í gær. Þessi rödd var
hreinlega ekki til staðar. Það var hún hins vegar síðastliðið haust
og hvet ég alla til að hlusta á þessa ...
Kennari
Lesa meira
Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir
segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um
starfskostnaðargreiðslur þingmanna. Það er ekkert að marka hana né
aðra fyrr en hún sjálf og þau hin hafa birt sínar eigin
greiðslur, til dæmis fyrir síðasta ár. Hvernig væri að byrja á því?
Síðan segist þetta fólk vera á móti lífeyrisskerðingu opinberra
starfsmanna. Hvers vegna stöðva þau ekki málið? Eins og ...
Sigríður Einarsdóttir
Lesa meira
Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við
unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að
samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja
frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara
ekki styðja. Hér er enginn alvara á ferð. Ef svo væri þá væri efnt
til fjöldamótmæla og hnefinn settur í borðið! Málið síðan stöðvað í
þinginu sem enginn vandi er að gera við þessar aðstæður, óafgreidd
fjárlög og að koma jól.
En vel að merkja, samtökin sömdu um ...
Lífeyrisþegi
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum