HVERS VEGNA HEIÐURS-MAÐUR?

Sæll Ögmundur! Því kallar þú Svein Rúnar heiðursmann? Hann hefur marg verið staðinn að ósannindum. Hann hvetur til stríðsátaka. Styður og er í persónulegu vinfengi við Hamas leiðtoga sem nota barnahermenn. Sömu menn hafa stolið hundruðum milljónum dollara frá almenningi á GAZA ströndinni. Þú hæðir orðið heiðursmaður með því að veita Sveini Rúnari þann titil . Með góðri kveðju,
Kristjón Benediktsson

Sæll Kirstjón.
Ég kalla hann heiðursmann af því að ég hef aldrei reynt hann af öðru. Aldrei hef ég staðið hann að ósannindum. Aldrei hef ég heyrt hann hvetja til stríðsátaka og ekki trúi ég að hann sé vinur nokkurs manns sem "notar" barnahermenn. Ég er stoltur af því að vera vinur Sveins Rúnars Haukssonar og ég dái báráttu hans og hugrekki.
Ögmundur 

Fréttabréf