SVEINN RÚNAR VERÐ-LAUNAÐUR AÐ VERÐLEIKUM
Ég er sammála svari þínu um Svein Rúnar Hauksson þar sem þú
fagnar því að hann skuli hafa verið heiðraður í Palestínu með því
að gera hann að heiðursborgara þar. Sveinn Rúnar á mikið lof skilið
fyrir framlag sitt til mannréttindabaráttu. Enda þótt honum hafi án
efa oft verið heitt í hamsi hefur honum tekist að
vera hófsamur í málflutningi og fyrir bragðið
sannfærandi.
Heimurinn væri betri ef við ættum fleiri menn eins og Svein Rúnar
Hauksson.
Sunna Sara