VANHUGSAÐ
Í sjónvarpsfréttum sjáum við nú vopnaða lögreglumenn spranga um
í Leifsstöð. Hver er tilgangurinn? Verja okkur, fæla
hryðjuverkamenn frá? Ég spyr hvort þetta kunni að hafa alveg
gagnstæð áhrif. Ég hef grun um að þetta sé ekki hugsað í
þaula. Heldur séum við bara að gera eins og hin(ir).
Mér finnst þetta bera það með sér að vera vanhugsað.
Grímur