Fara í efni

VIÐBÓT UM DUBAI

Örlítil viðbót við grein Sveins Elíasar Hanssonar. Bjarni Ben. hefur ekki sagt okkur í hverju hið stórfellda tap hans á fasteignaviðskiptum í Dubai er fólgið. Er það í dollurum eða krónum? Þar er ærinn munur á, eins og sést í eftirfarandi töflu. Apríl 2006: Gengi dollars 72 kr; 40.000.000 kr / 72 = 555.556 dollar Apríl 2009: Gengi dollars 126 kr; 555.556 dollar x 126 = 70.000.056 krónur 20% tap í dollurum: 444.445 d = 56.000.070 kr - 40.000.000 = 16.000.070 gróði í krónum 30% tap í dollurum: 388.889 d = 49.000.014 kr - 40.000.000 = 9.000.014 gróði í krónum 40% tap í dollurum: 333.334 d = 42.000.084 kr - 40.000.000 = 2.000.084 gróði í krónum 40.000.000 af 70.000.056 eru 57,14 %, og hefði því getað verið 42,86 % tap í dollurum án þess að um tap í íslenskum krónum væri að ræða.
Sigurjón