"OG ÞAÐ SEGI ÉG SEM KVEN-RÉTTINDA-KONA"

Ég hef í forundran fylgst með umærðunni í kjölfar ummæla þinna á þá lund að stundum sé reynt að nota kynferði sjálfum sér til framdráttar og þá ekki síst  til að skjóta sér undan því að axla ábyrgð í erfiðum málum. Þetta er alveg hárrétt. Og það segi ég sem kvenréttindakona!
Þetta hefur ekkert með það að gera að hlutur kvenna í þjóðfélaginu er almennt annar og erfiðari en hlutur karla og að þetta þurfi að leiðrétta eins og þú sagðir í þættinum!!!
Hvaða asnaskapur er í fólki að reyna að gera orð þín að einhverri höfuðsynd. Ég hef grun um að mörg þeirra sem gjarnan vilja misskilja orð þín séu einmitt að hneykslast til þess að geta síðan notað athyglina i sina eigin þágu: Sjáiði hvað ég er mikill feministi, það er nú eitthvað annað en Ögmundur!
Svo virðist vera þarna einhver löngun hjá ýmsum til að berja á þér. Getur það verið rétt tilfinning hjá mér?
Fyrir utan þennan pólitíska heim ykkar er þessu tekið allt örðu vísi. Það treysti ég mér til að fullyrða.
Ég segi bara, það er afleitt að þú skulir vera að hætta á Alþingi. Ég vil hafa þar fólk sem þorir að segja sannleikann.
Ingibjörg

Fréttabréf