AÐ HRUNI KOMINN September 2016
...Mér finnst ekki gott að þú skulir vera að hætta á þingi en ég
vil treysta því að þú sem formaður eftirlits- og
stjórnskipunarnefndar Alþingis munir ekki láta deigan síga á
lokametrunum heldur sinna starfi þínu af kostgæfni og sjá til þess
að skipuð verði fagleg og óháð nefnd til að skrifa
rannsóknarskýrslu um einkavæðingu bankanna, hina síðari. Vona að þú
hafir lesið afbragðsgóðan pistil Marinós Njálssonar um málið og
hafir þar margt til hliðsjónar, en í pistlinum staðfestir hann í
megindráttum það sem í Vigdísarskýrslunni stendur skrifað.
Margsinnis hefur þú sýnt það Ögmundur að þú ert maður til að sjá
hið augljósa og akta samkv.mt því. Hið augljósa er að einkavæðingu
bankanna, hina síðari sem og þá fyrri, varðar beinlínis þjóðarhag
og virðingu Alþingis, að hið sanna megi koma fram, hversu
dapurt ...
Nóboddíinn
Lesa meira
Er það rétt að fyrir alþingi liggi drög að frumvarpi sem muni
skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega ? Hver er ástæða fyrir þvi
að sífellt er verið að kroppa af bótum þessa hóps en hópar eins og
þeir sem hljóta listamannalaun eru ósnertanlegir? Hvers á þessi
hópur að gjalda ? Hvenær er komið nóg af að koma fram við þetta
fólk eins og niðursetninga. Er þetta virkilega stefna núverandi
stjórnvalda ? Það væri gott að fá að vita fyrir kosningar.
Ásdís Bergþórsdóttir
Lesa meira
Þakka þér fyrir að vekja máls á lífeyrismálunum. Í mínum
vinnustað, Landspítalanum, heyrist því fleygt að á bak við
tjöldin sé verið að semja um skerðingar á lífeyrissjóðum opinberra
starfsmanna. Varla á að fara að samþykkja skerðingar á þingi,
verður ekki að breyta lögum til að slíkt nái fram að ganga? Mér er
ekki rótt ...
Ljósmóðir
Lesa meira
Ég sé ekki betur en að stjórnarandstaðan hafi algerlega látið
ríkisstjórnina taka sig í bólinu. Samkomulag um haustkosningar var
feigðarflan frá upphafi. Ég heyri marga sem trúðu því að efnt yrði
til haustkosninga með hraði, signa sig þegar hvert
stórmálið á fætur öðru er keyrt í gegnum þingið og
alltaf frestast þinglokin. Auðvitað átti að kjósa síðastliðið vor
eins og krafsit var en ef ekki, þá næsta vor og að þingið gæfi
sér þá betri tíma í vandaðri lagasetningu en við horfum
nú upp á. Í lok síðustu viku var sagt að LÍN frumvarpið eigi
að klára og önnur stórmál. Er ekki mál að linni?
Kjósandi og stjórnarandstæðingur
Lesa meira
Hver er þín afstaða til fólksfjölgunaráforma Bjartrar framtíðar
og visa ég þar í nýlega flokkssamþykkt um að fjölga Íslendingum upp
í 800 þúsund á næstu þrjátíu árum? Svar óskast ...
Jóel A.
Lesa meira
Ég er sámmála því sem skrifað var hér á síðuna um bóusuna og
lífeyrismálin. Að taka það í mál að skerða lífeyri um svo mikið sem
eina krónu á sama tíma og forréttindaliðið, þar á meðal
viðsemjendur launafóilks eru að raka til sín milljónum á mánðuði í
"laun" og bónusa, á hreint ekki að koma til greina!
Sunna Sara
Lesa meira
Af hverju ættu opinberir starfsmenn að afsala sér
lífeyrisréttindum sem tók þá áratugi að öðlast og var haldið niðri
í launum fyrir bragðið? Er það ekki almenna markaðarins að ná
kjörunum upp á við? Það hefur verið gert með talsverðum
árangri.´Ég er sammála þér Ögmundur að í þá áttina á að jafna
kjörin, upp á við!
Finnst verkalýðshreyfingunni núna ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Ég hlustaði á ræðu þínu um almannatryggingafrumvarp
ríkisstjórnarinnar á Alþingi og samhengið við hugsanlegar
breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Ég fór inn á tengilinn við
frásögn þína hér á síðunni. Takk fyrir það. Með örfáum
undantekningum - ég nefni skrif Hörpu Njáls - þá er nánast ekkert
um þessi mál fjallað. Mér brá þó í brún við að hlusta á ræðu þína
og þær kjaraskerðingar sem ...
Kennari
Lesa meira
Mér líst vel á að fá flugvallarmálið í þjóðaratkvæði. Þá mun
liggja skýr fyrir þjóðarviljinn og er ég sammála þér að þá beri
ríki og borg að komast að niðurstöðu í samræmi við þennan vilja. Ég
hef hins vegar efasemdir um að borgin muni láta segjast jafnvel
þótt staðfest yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu það sem við reyndar öll
vitum að ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum