FLUGVÖLLINN Í ÞJÓÐARATKVÆÐI

Mér líst vel á að fá flugvallarmálið í þjóðaratkvæði. Þá mun liggja skýr fyrir þjóðarviljinn og er ég sammála þér að þá beri ríki og borg að komast að niðurstöðu í samræmi við þennan vilja.
Ég hef hins vegar efasemdir um að borgin muni láta segjast jafnvel þótt staðfest yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu það sem við reyndar öll vitum að yfirgnæfandi meirihluti vilji halda vellinum í Vatnsmýrinni. Mér sýnist að þrátt fyrir hástemmt tal um að virða beri meirihlutaviljann séu engin heilindi þar á bak við. En þetta er leið til að hreyfa málinu og koma því inn í nýjan farveg.
Jóhannes Gr. Jónsson

Fréttabréf