JÓEL A. VILL SVAR OG FÆR ÞAÐ

Hver er þín afstaða til fólksfjölgunaráforma Bjartrar framtíðar og visa ég þar í nýlega flokkssamþykkt um að fjölga Íslendingum upp í 800 þúsund á næstu þrjátíu árum? Svar óskast.
Jóel A.

Þakka þér fyrir bréfið Jóel.
Sannast sagna þá hef ég litið á fámennið sem sérstök forréttindi Íslendinga.
Sumum finnst við ekki vera þjóð með þjóðum nema við verðum talin í milljónum. Það þarf einhver að útskýra betur fyrir mér hverjir kostirnir eru við þessa miklu fjölgun áður en ég kaupi þessa stefnu!
Síðan væri fróðlegt að heyra um þær leiðir sem Björt framtíð vill fara, hvort tala eigi fyrir því að fólk fjölgi sér örar en nú gerist, eða að við flytjum inn fólk í stórum stíl með það eitt að markmiði að verða fjölmenn.  Kannski blanda af þessu tvennu.
Varla er stjórnmálaflokkur að hvetja til barneigna, hver veit þó þegar á þarf að halda í kosningabaráttu. En ef svo er ekki, þá stendur hitt eftir, innflutningurinn.
Mér finnst mikilvægt að fara þannig í málin að hvetja því aðeins fólk til að flytjast hingað til lands að við getum tekið vel á móti því þannig að það aðlagist okkar samfeálgi.
Það þýðir að við eigum að fara hægt í sakirnar.
Þetta er nú mín skoðun.
a) Að við látum fólk sjálft um fjölskyldustærðina, ekki Óttar Proppe og félaga.
b) Að við fjölgum þjóðinni rólega, ekki í heljarstökkum, ef við á annað borð viljum fylgja þeirri stefnu að verða fjölmenn.
Ögmundur
 

Fréttabréf