AÐ HRUNI KOMINN Október 2016
Ég er með hugmynd. Samfylkingin gangi inn í VG. Að því búnu
verði nafni VG breytt. Vel mætti hugsa sér heitið Samfylking. Það
nafn hefur unnið sér sess sem nafn á krataflokki. Ekkert ætti að
trufla, hvorki ESB né Bakki. Allir vinir í kattlausum
þingheimi.
S.E.
Lesa meira
Það hefur lítið heyrst í þér í þessari kosningabaráttu Ögmundur,
enda náttúrlega ekki í framboði. En hvernig stjórn vilt
þú?...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég er Samfylkingarkona og ég segi eins og þú Ögmundur, að frekar
vil ég sósíaldemókrata en hægri krata úr Viðreisn eða Bjartri
framtíð. Það lið er meira að segja hægri sinnaðra en sjálft
Íhaldið. Síðan sakar ekki að sýna smá sanngirni. Gunnar Smári
Egilsson, ritstjóri, segir á samfélagsmiðlum að Samfylkingin sé að
hrynja út af oddvitum sínum Oddnýju, Össuri, Árna Páli og Sigríði
Ingibjörgu. Þau hefðu öll átt að segja af sér þegar Samfylkingin
missti flugið í kosningunum 2013. En ég spyr hvort eigi að gleyma
því að Samfylkingin mældist með vel yfir 30 prósentum í formannstíð
Össurar og hefur aldrei komist hærra! Er hann þá sökudólgurinn?
Hvílíkt rugl. Er ekki skýringa ...
Guðfinna
Lesa meira
Kæri þingmaður, fatlaður einstaklingur sem stanslaust kallar
hjálp biður formann eftirlits og stjórnskipunarnefndar um afrit
fundargerðar er fatlaður sat fyrir nefndini ...
Arngrímur Pálmason
Lesa meira
Var að
lesa þessa frétt á Hringbraut: .... Er þetta ekki svoldið síðbúin heift? Er
það vegna þess að grunur leikur á að Eva Joly kunni að styðja
Pírata? Sjálfum finnst mér ekkert órökrétt við að hún geri það - úr
því sem komið er.
Pírati
Lesa meira
Ég tek undir með Sigríði Einarsdóttur hér á síðunni að mér
finnst skipta meira máli hvað menn segja á Alþingi og hvaða afstöðu
þeir taka en hversu lengi þeir eru tilbúnir að standa í pontu.
Frekar vil ég þriggja mínúntna ræðu á móti Bakka hneykslinu en
þriggja tíma réttlætingu á milljarða ríkisstuðningnum við Bakka að
undirlagi ráðherra VG.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í skrifum þínum um Viðreisnarkrata, sem þú sérð allt til foráttu
og telur ekki vera heilsusamlegan pólitískan kokteil, eins og þú
orðar það, þá þykir mér þú gleyma Bjartri Framtíð eða hvernig
myndir þú skilgreina þann flokk? ...
Sunna Sara
Lesa meira
... Það var flokkssystir þín sem sagði að ef fólk væri ekki alla
daga malandi í ræðustól Alþingis þá vari það að svíkjast um í
vinnunni. Mér finnst þessi málæðis-keppni sorglega fáránleg en tek
eftir að oft er það fólkið sem hefur ekkert fram að færa af viti
sem talar mest! Hvernig væri að spyrja út í innhald þess sem
alþingismenn hafa fram að færa í afar misgóðum ræðum sínum frekar
en í hve marga klukkutíma þeir þurfi til að koma þessu innhaldi á
framfæri.
Sigríður Einarsdóttir
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Það hefur lítið heyrst frá þér um Venezuela eftir
að þú skrifaðir pistla undir fyrirsögnum á borð við ,Lýðræðissinnar
fagna úrslitum í Venezuela" og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela"
Hygg að það ætti erindi við dygga lesendur síðunnar ef þú gætir
varpað frekara ljósi á ástæður vöruskorts, hækkandi glæpatíðni,
óðaverðbólgu og a.m.k. 20% í samdrætti landsframleiðslu frá því að
stjórnarstefna sem kallað hefur verið ,,sósíalismi 21. aldarinnar"
var innleidd.
Arnar Sigurðsson
...
Lesa meira
Er ekki hálfömurlegt að vera að fara út af þingi með þá einkunn
að þú sért í hópi þeirra sem greiða sjaldnast atkvæði í þinginu og
þá umsögn félaga þinna að þú stundir ekki vinnu þína eins og kom
fram í þinginu samkvæmt sjónvarpsfréttum sem í gær birtu búta úr
ræðum þingmanna VG? Ertu ekki bara ömurlegur þingmaður? Ég verð
ánægðari kjósandi VG án þín.
Kjósandi VG
...
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum