GLEYMDIR BJARTRI FRAMTÍÐ
Í skrifum þínum um Viðreisnarkrata, sem þú sérð allt til foráttu
og telur ekki vera heilsusamlegan pólitískan kokteil, eins og þú
orðar það, þá þykir mér þú gleyma Bjartri Framtíð eða hvernig
myndir þú skilgreina þann flokk?
Sunna Sara
Sæl Sunna Sara
Ég myndi skilgreina BF sem hægri krata. Stærð Viðreisnar
og skárra gengi BF stendur í réttu hlutfalli við dvínandi gengi
Samfylkingar. Mitt mat er það að þetta sé hægri vængur
Samfylkingarinnar og Evrópuhluti Sjálfstæðisflokksins. Þá vil ég
frekar sósíaldemókrata. Það er þó félagshyggjutaug þar að
finna.
Ögmundur