SVARAÐU NÚ

Sæll Ögmundur. Það hefur lítið heyrst frá þér um Venezuela eftir að þú skrifaðir pistla undir fyrirsögnum á borð við ,Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela" og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela" Hygg að það ætti erindi við dygga lesendur síðunnar ef þú gætir varpað frekara ljósi á ástæður vöruskorts, hækkandi glæpatíðni, óðaverðbólgu og a.m.k. 20% í samdrætti landsframleiðslu frá því að stjórnarstefna sem kallað hefur verið ,,sósíalismi 21. aldarinnar" var innleidd.
Arnar Sigurðsson

Sæll Arnar,
Þakka þér fyrir bréfið. Hafðu þolinmæði og þú færð þitt svar. Í fátæku samfélagi læknar ekkert kerfi öll mein. Þó eru þau kerfi líklegri til árangurs sem vilja draga úr misrétti og sporna gegn því að alþjóða auðhringar steli auðlindum heldur en hin sem beinlíinis leggja metnað sinn í að þjóna alþjóðlegu auðvaldi. Það þekkir almenningur Venezuela nokkuð vel.
Með kveðju,
Ögmundur

.

Fréttabréf