AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2016
Frá því stofnsamþykktum Nato var breytt og frá með loftárásunum
á Júgóslavíu sálugu og öllu því sem NATO hefur gert síðan hef ég
skammast mín fyrir að vera Íslendingur og að hafa myrt og limlest
ég veit ekki hvað marga. Þegar við gengum í NATO, fyrir mína tíð,
var þetta varnarbandalag og ... Kannski er þetta bara gamalt
stefnumál sem er bara fyrir fífl einsog mig. Áttar fólk sig almennt
bara ekki á því hve hrylliga hluti við erum að gera öðrum eða er
fólki bara alveg sama eða finnst það bara flott? Það er hvergi
talað um þetta mál. Nóg komið. Ef ég ætti ekki 4 íslensk börn hér
sem ég ber ábyrgð á vildi ég helst afsala mér íslensku ríkisfangi,
sé það hægt á annað borð ...
Ásgrímur Ágústsson
Lesa meira
Ég bíð spenntur eftir að sjá stjórnarsáttmála hinnar
"frjálslyndu miðju" og "umhverfissinnanna" sem samþykktu
milljarðastyrki til stóriðju á Bakka. Svart er að verða hvítt og
hvítt er að verða svart, vinstri verður hægri og hægri verður
vinstri. Upp fer niður og niður fer upp. Þar til enginn botnar
lengur upp né niður og kýs þá sennilega helst Trump í næstu
kosningum. Hann gæti alla vega verið andhverfan við sjálfan
sig.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Frjálshyggju bræðurnir báðir tveir
bráðlega komast á jötu
Benidikt.Óttar.Birgitta og þeir
eru að tala við Kötu.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Brynjar er bannsettur kjáni
bjánann köllum strump
Sem hyllist að auðlindaráni
og lofar Donald Trump.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Bráðum mun nú bresta þolið,
brennur eldur
glóðar.
Útgerð hefur auðlind stolið,
eignarréttur þjóðar.
Kári
Lesa meira
Alls kyns ofbeldi viðgengst í
okkar samfélagi. Í því sambandi skal ekki lítið gert úr því
skattaofbeldi sem hér hefur lengi fengið að þrífast án nokkurra
úrræða fyrir brotaþola. Í ljósi þessa er meira en einboðið að komið
verði á fót íslenskum skattaskjólum og að reist verði skattaathvörf
fyrir þá sem verst hafa orðið úti í glímunni við Skattmann.
Jobbi
Lesa meira
Benedikt, Óttar og Bjarni
berja saman völd.
Almættið oss verji og varni
fyrir hægri vargöld.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Öryrkjum og lágtekjufólki svíður hækkanir til þingmanna,
ráðherra og forseta Íslands. Þessu fólki svíður að kjaramisréttið
sé aukið ... Ég á hins vegar erfiðara að skilja reiði forkólfa
verkalýðshreyfingarinnar. Þau segjast vera voðalega reið en sjálf
með hærri laun en skammta á þingmönnum. Reiði er eitt en réttlát
reiði er annað. Þetta getur varla talist réttlát reiði.
Bjarni
Lesa meira
Þakka
þér grein þína um samvinnuþráðinn sem þú telur vera til staðar í
Framsóknarflokknum og að reynslan sýni "að úr honum megi vefa
ágætar voðir". Þetta er hárrétt og væri betur ef aðrir kæmu auga á
þetta, ekki síst framsóknarmenn sjálfir. Ég held að besti kosturinn
nú væri stjórn VG, Framsóknar, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og
Pírata. Hinir síðastnefndu vilja fá forseta Alþingis. Gott og vel.
Er það ekki ágætt?
Samvinnumaður
Lesa meira
Ögmundur minn. Þakka þér pistlana hér í upphafi mánaðarins. Þau
stjórnarmynstur sem nú liggja í loftinu lofa illu einu fyrir
almenning. Þú verður af koma heim, hvar sem þú ert staddur núna, og
láta vel til þín taka í komandi baráttu til varnar skólakerfinu,
heilbrigðiskerfinu og félagslegum gildum í þjóðfélaginu.
J.T.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum