AÐ HRUNI KOMINN Desember 2016
Okkur er sagt að þýska tímaritið Spiegel stingi upp á því við
lesendur sína að velja Birgittu Jónsdóttur, Pírata, sem einn
af helstu stjórnmálaleiðtogum heims á árinu sem er að líða, ásamt
þeim Pútín, Trump og fleira yfirburðafólki. Þetta er án efa mjög
verðskuldað. En með fullri virðingu fyrir Birgittu get ég þó ekki
setið á mér að spyrja hvers Óttarr Proppé eigi að gjalda. Hann
hefur fyrir hönd flokks síns, Bjartrar framtíðar, tekið þátt í
tilraunum til stjórnarmyndunar með öllu pólitíska litrófinu á
Íslandi og alltaf séð ljósið. Að mati Óttars virðist ekkert standa
í vegi þess að björt framtíð geti runnið upp á Íslandi, aðeins ef
menn hætti að setja stjórnmálaágreining fyrir sig. Ég fæ ekki
skilið annað en ...
Sunna Sara
Lesa meira
Framundan eru dimmir dagar
og dauðans alvaran köld.
Frjálshyggja ei fátækt lagar
fari Íhaldið með völd.
Þá hægrimenn og helvíti
hefja búskap saman.
Verkafólk guð varðveiti,
hér verður lítið gaman.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Í þjóðfélaginu er mikil krafa um breytt stjórnarfar. Vilji er
fyrir stjórn flokka með ólíkar áherslur, þar sem hagsmunir
togast á, fyrir stjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Samfylkingar. Fólk vill aukið lýðræði í
stjórnarfarið að við ríksstjórnarborðið togist á hagsmunir og mál
séu til lykta leidd. Mér finnst eins og forysta okkar Vinstri
Grænna sé ekki nógu næm á stöðuna. Þjóðin er að fara fram á það
...
Bjarni
Lesa meira
Ríkisstjórnar-laust er land
líklega yfir jólin.
En frændur þá fara í hjónaband
og Proppe fær barnastólinn.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að
Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu
fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar
framtíðar. Og nú þegar stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað fyrir
sjálfri sér og þjóðinni að hún er þarflaus á þingi, er ekki
við góðu að búast.
En sem betur fer höfum við jólin og síðan ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það er skelfileg tilhugsun ef satt reynist að við séum að fá
harðsvíraða hægri stjórn yfir okkur, með Sjálfstæðisflokki,
Viðreisn og Bjartri framtíð. Þessu er nú haldið fram í einhverjum
fjölmiðlum. Er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta með
því að kippa Framókn með inn í einhvers konar miðjubandalag. Þar
hefur Viðreisn að sjálfsögðu aldrei átt heima. Hvað finnst þér
Ögmundur ... ?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Mig langar til að óska Guðmundi Árnasyni, ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins, til hamingju með fjárlagafrumvarpið sem hann
lagði fyrir Alþingi og þingið síðan samþykkti í sögulegri sátt
fyrir jólin að því undanteknu að örfáir fjárlagaliðir voru
hækakaðir lítillega. Þjóðfélagið þegir- ennþá því varðstöðumenn
þess á þingi þegja þunnu hljóði. Þegar kemur að framkvæmdinni
minnumst við þess að þingið allt er ábyrgt fyrir
afgreiðslunni.
Jóel A.
Lesa meira
Takk fyrir viðtalið á Rás 2 í morgun um Grímsstaði á Fjöllum en
ekki síður brýninguna sem þingmenn fengu í lífeyrismálinu ... Ég
saknaði málflutnings af þessu tagi í þinginu í gær. Þessi rödd var
hreinlega ekki til staðar. Það var hún hins vegar síðastliðið haust
og hvet ég alla til að hlusta á þessa ...
Kennari
Lesa meira
Alþingi er nákvæmlega sama platið og áður. Birgitta Jónsdóttir
segir í viðtali við Fréttablaðið að gagnsæi verði að ríkja um
starfskostnaðargreiðslur þingmanna. Það er ekkert að marka hana né
aðra fyrr en hún sjálf og þau hin hafa birt sínar eigin
greiðslur, til dæmis fyrir síðasta ár. Hvernig væri að byrja á því?
Síðan segist þetta fólk vera á móti lífeyrisskerðingu opinberra
starfsmanna. Hvers vegna stöðva þau ekki málið? Eins og ...
Sigríður Einarsdóttir
Lesa meira
Þú vísar í grein þinni í átökin um lífeyrismál árið 1996. Við
unnum það mál vegna alvöru baráttu. Nú er okkur sagt í fréttum að
samtök opinberra starfsmanna séu ekki hlynnt lífeyrisfrumvarpi
ríkisstjórnarinnar og andstæðingar á þingi ætli ekki að styðja
frumvarpið! Með örðum orðum, ætla ekki að berjast á móti - bara
ekki styðja. Hér er enginn alvara á ferð. Ef svo væri þá væri efnt
til fjöldamótmæla og hnefinn settur í borðið! Málið síðan stöðvað í
þinginu sem enginn vandi er að gera við þessar aðstæður, óafgreidd
fjárlög og að koma jól.
En vel að merkja, samtökin sömdu um ...
Lífeyrisþegi
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum