BJÖRT FRAMTÍÐ SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKS OG VIÐREISNAR?

Ekki finnst mér sérlega bjart yfir þeirri framtíðarsýn að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi hér ríkisstjórn til næstu fjögurra ára í boði hins stórfurðulega stjórnmálaflokks Bjartrar framtíðar. Og nú þegar stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað fyrir sjálfri sér og þjóðinni að hún er þarflaus á þingi, er ekki við góðu að búast.
En sem betur fer höfum við jólin og síðan vorið og sumarið, allt fín tilefni til að gleyma stjórnmálunum.
Slæm er þó sú tilhugsun að við sitjum uppi með afleiðingar aðgerða stjórnmálamanna og þá einnig aðgerðaleysi þeirra. 
Sunna Sara

Fréttabréf