AÐ HRUNI KOMINN 2017
Í fjölmiðlum hefur komið fram að ríkisstjórnin er með 80%
stuðning þjóðarinnar. Þetta er afrek VG. Veita Bjarna Ben., skjól
fyrir skattaskjólsávirðingum og þar með uppreisn æru, heiðra
Sigríði Andersen fyrir dómararáðningar væntanlega. Og VG eiga
þeir það að þakka Kristján Þór og Björn Valur að þeir njóta
nú vinsælda hjá 80% þjóðarinnar. Ekki að undra að Samherji sé
ánægður. En finnst vinstra fólki í lagi að gerast samherjar með
Samherja og mynda Samherjastjórn?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Var að lesa bréf Hreins K sem ég skal játa að er nokkuð lunkið
nema að þau sem sérstaklega eru beðin um að mæta skyldumætingu á
100 ára afmælisfund Sýkladeildar Landspítalans, væru að vinna fyrir
leigunni með því að sækja fundinn og miðla honum til annarra. Það á
við um pólitíkusa og fjölmiðlafólk. Síðan gæti stöku maður verið í
fríi klukkan þrjú á fimmtudaginn!
Jóel A.
Lesa meira
Ráðstefna kl 15.
Allir aðrir að vinna fyrir leigunni.
mkv
Hreinn K
Lesa meira
Ég vil þakka þér fyrir greinina sem birtist í
sunnudagsmogganum varðandi auglýsingar á íþróttabúningum barna
og RÚV reyndar líka. Ég hef lengi pirrað mig á þessu og gert mér,
ef mögulegt hefur verið, sérstaka ferð til að kaupa íþróttabúning á
börnin þar sem ekki er auglýsing á. Sjálfum finnst mér alveg galið
að kaupa búning á kannski 5-6000 krónur sem á stendur svo Subway,
Papco, Arionbanki eða eitthvað álíka. Þetta er þó ...
TSJ
Lesa meira
Ýmsir róa á önnur mið,
aðrir stóla á frúna.
Frjálshyggjuna fáið þið,
frá vinstri-hægri núna.
Kári
Lesa meira
Ástæða er til að þakka Sjónvarpinu fyrir frábæra fréttaskýringu
á ferli Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsþætti í vikunni Hógværð
hennar er aðdáunarverð og fagmennska Sjónvarpsins að sama skapi.
Annar þáttur hefur síðan verið boðaður í komandi viku. Já, og ég
gleymdi einu, þættirnir eru líka leiftrandi skemmtilegir. Kærar
þakkir fyrir þetta. Ein spurning til Sjónvarpsins að lokum, verða
þættirnir ekki örugglega endursýndir þegar bók Jóhönnu er komin í
allar búðir? Stendur til að auglýsa fleiri bækur fyrir komandi
jól?
Haffi
Lesa meira
Félagsmönnum ´ún færði sorg
flestir sáu hrokann.
Flokkinn bar á frjálshyggjutorg
fáeinir tóku pokann.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í
Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli
forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan
sanna. Það er akkúrat engin ástæða til að breyta lögunum um
landsdóm eins og margir halda fram. Tilvist landsdóms er afar
mikilvæg og elítan verður að sætta sig við að hún sleppur ekki
algerlega undan allri ábyrgð. Það var margt gert rétt eftir hrunið
og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er ein sú besta sem hefur ríkt
á lýðveldistímanum. En eitt stendur þó enn útaf og það er að
hreinsa löggjafarþingið af fólki sem geymir fé í skattaskjólum,
fyrr verður ekki friður í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er það
svo galið að VG ætlar að ...
Pétur Kristjánsson, fyrrverandi félagi í VG
Lesa meira
Dyggir lesendur síðunnar bíða enn eftir útskýringu þess sem
,,skammast sín ekki fyrir að vera Sósíalisti" á stöðu mála í
Venezuela. Eru núverandi hörmungar bara hola i veginum, eða hefur
Viðskiptablaðið eitthvað til síns máls?
http://www.vb.is/skodun/gjaldthrot-sosialismans-i-venesuela/142903/
...
Arnar Sigurðsson
...
Lesa meira
Vinstri/Grænir vilja nú
vinina sína kæru.
Á Íhaldinu hafa trölla trú
og fá því uppreisn æru.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum