Fara í efni

FARSI EÐA TRAGEDÍA?

Ég veit varla hvort á að hlæja eða gráta á því leikstykki sem hér hefur verið á fjölunum undanfarið í boði sjálfstæðismanna, núverandi og fyrrverandi.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráherra, hefur staðið í viðræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins og fyrrum menntamálaráðherra flokksins, og náfrænda sinn, sjálfstæðismanninn til margra ára og eflaust bisnissfélaga, Benedikt Jóhannesson. Á vappi hafa síðan verið forsvarsmenn iðnrekenda og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorstein Víglundsson og síðan Pawel Bartoszek sem segir að skattheimta - og þá væntanlega samneysla einnig - sé ofbeldi!
Um Bjarta framtíð ætla ég ekki að hafa nein orð svo dapurelgt finnst mér þeirra hlutskipti í þessu makki sjálfstæðismanna þarna uppi við kjötkatlana um skiptin á pólitísku feitmeti og í hverra hendur skuli setja mikilvægustu valdataumana.
Ef einhvern tímann þótti þörf á því að biðja almættið að blessa land og þjóð þá hefði ég haldið að nú væri nauðsyn.
Sunna Sara