Fara í efni

STJÓRNARSKRÁ OG SAMVISKA

Þá er að koma ný ríkisstjórn með eins manns meirihluta. Fréttaskýrendum finnst það sumum hverjum vera heldur lítið. Ég er því ósammála. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af fólki sem á fyrstu metrunum er tilbúið að svíkja helstu kosningaloforðin - um þau „verður efnt til samtals" - og lofa því jafnframt að styðja ekki tillögur, sem fram kunni að koma í þinginu um þessi sömu kosningaloforð, nema þá undir blálok kjörtímabils !!! Slíkt fólk fylgir skipunum út í hið óendanlega. Það er búið að sanna takmarkalausa undirgefni og afsala sér sjálfstæði sínu!
En má þetta, má gera slíkar kröfur til alþingismanna, eru þeir ekki bundnir samvisku sinni samkvæmt stjórnskrá? Til sanns vegar má þá vissulega segja að hún þurfi að vera til staðar.
Jóel A.