AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2017
Takk Kári fyrir frábæran pistil um áfengsmálin hér á síðunni í
dálki Frjálsra penna. Ef frjálshyggjan vill vera sjálfri
sér samkvæm þá er bensínstöðvarhugmynd þín prýðileg. Ég ræð af
skrifum þínum að Einar Kárason, rithöfundur, geti
varla verið sonur þinn. Alla vega hefði þér þá tekist illa upp
í uppeldinu. Eins og Einar skrifar vel, þá er
undarlegt að hann skuli gera það að hugsjón sinni að hjálpa
versluninni í þessu lágkúrulega baráttumáli máli hennar, í
stað þess að standa með samfélaginu. Hélt ég að listamenn stæðu með
okkur en ekki með peningavaldinu.
Haffi
Lesa meira
Á þingi nú hefur hátt
Engeyjar valdið
þar fáir virðast vera í sátt
við útþynnt Íhaldið.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakkarvert framtak að efna til umræðu um smitsjúkdóma sem gætu
borist með innflutningi ferskra matvæla. Núverandi ríkisstjórn
virðist nokk sama um hætturnar þessu samfara. Við svo
búið þarf almenningur að beita þrýstiafli sínu. Menn þurfa að
vígbúast með þekkingu.
Jóel A.
Lesa meira
Ég vona að forsvarsmenn lífeyrissjóða og verkalðyshreyfingar
lesi vel og vandlega grein þína um húsnæðismálin: "Það er alltaf
eigandi" og taki hana til sín! Orð í tíma töluð.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Lífsins angist leiðir Pétur
ljótt er ástandið
Trump nú allt á endann setur
eins og Íhaldið.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Heljar martröð hefur Jón
hér allir á því smjatta
Röflar mikið röklaust flón
og reifar vegaskatta.
....
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Frjálshyggjunnar fæðing erfið,
færir vegi klíkum.
Jón með tollum kostar kerfið,
keyrir út með ríkum.
Kári
Lesa meira
Með Heimdallar hugsjón sterka
halda menn ótrauðir til verka
þeir ástandið laga
með vínsölu í Haga
ei
hlusta á forvarnir né klerka.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Sæll Ögmundur ég hef verið að velta fyrir mér þessu
sjómannaverkfalli og hef samúð með málstað verkamanna í því máli.
En ég tel að allur þessi samfélagslegi kostnaður sem hlýst af
verkföllum hljóti að vekja spurningu um hvort hægt sé að ná árangi
með öðrum hætti. Sjómenn með sína þröngu hagsmuni sjá ekki að þeir
taka niður með sér frystihús, landverkafólk og kannski alvarlegast
af öllu að skemma atvinnugreinina í heild sinni, Norðmenn komnir á
lagið og búnir að taka loðnumarkaðinn sem var skilinn eftir. Hinir
markaðirnir eru í algerri óvissu og ástandið óþolandi. Ég vildi
vita hvort þú hefðir einhverja skoðun á ...
jón
Lesa meira
Góður drengur glaður sæll
gegnir ýmsum störfum
Þar ljúfur Ömmi léttur dæll
er lipur eftir þörfum.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum