Fara í efni

HLÁTUR Í SJÓNVARPSSAL: SNEMMBÚIÐ BERGMÁL LIÐINNAR TÍÐAR

Ég var að horfa á aulaumfjöllun um áfengisfumvarpið í þætti Gísla Marteins í Sjónvarpinu. Gríðarlega fyndið, enda mikið hlegið þegar reynt var að gera andstöðu við að færa verslunarkeðjunum áfengisverslunina hallærislega.
Ekkert undarlegt með tvo pólitíska stuðningsmenn stórmarkaðanna í þættinum, Illuga Gunnarsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Martein, þáttastjórnandann sjálfan, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fylgismaður alls þessa væntanlega og greinilega.
Víkingur Ólafsson, píanósnillingur var yfirvegaði maðurinn á svæðinu. Sagði að verð og aðgengi að áfengi hefði að sjálfsögðu áhrif á neyslu. Enda hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um þetta en alla aðra vöru?
Ætli hlátrafólkið hafi hlegið eins mikið þegar byrjað var að takmarka aðgengi að tóbaki og reykingar takmarkaðar í almannarými í Kaliforníu og New York og þegar hætt var leyfa reykingar á bjórkrám í Englandi? Ha, ha, ha. Ég held að það hlægi enginn lengur að þessu. Ekki heldur á Vogi þegar Bakkus er annars vegar. 
Staðreyndin er nefnilega sú að hlátrasköllin eru snemmbúið bergmál liðinnar tíðar. Framtíðin hlær ekki að þessum málum - og notar alls ekki börn til að gera grín sitt grínagtugara.
Sunna Sara