AÐ HRUNI KOMINN Júní 2017
Sæll Ögmundur! Hvað hefurðu að segja um síðasta útspil
Kjararáðs? Bíð eftir því. Man aldrei eftir því að almúginn fengi
kauphækkun afturvirkt og var þó lengi úti á vinnumarkaðnum. Væri
ekki ráðlegt að áðurnefnt "ráð"sæi bara um samninga til alls
launafólks í landinu hér eftir, svo og eitthverja lús til aldraðra
og öryrkja. ? Þau yrðu fljót að hespa það af ...
Edda
Lesa meira
Bjarni gamli gránar hratt,
gefur vel á dallinn.
Talnafrændinn tekur skatt,
tíuþúsund kallinn.
Kári
Lesa meira
Bjarni gamli gránar hratt
gefur vel á dallinn
Fáa hefur frændinn glatt
fari tíuþúsund kallinn.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Kepptist við það konugrey,
Corbyn hrynda af stalli.
Elliglöpin urðu May,
algerlega að falli.
Kári
Lesa meira
Ég er þér sammála um vopnaburð lögreglunnar, að forðast beri í
lengstu lög að vígbúa löggæslumenn okkar með þessum hætti. Þá er ég
ekki síður sammála þér um að verið er að "stimpla okkur inn " í
stríð með þessum aðgerðum. Finnst okkur það orðið skiljanlegt og
eðlilegt að á okkur verði ráðist? Hvenær fer fólk að skilja að
hruyðjuverk í Evrópu eru stríðsátök og að Evrópuríkin sem verða
fyrir hryðjuverkaárásum standa sjálf fyrir árásum á aðra eins og þú
bendir á!!! Hvernig væri að menn fari að kveikja á
þessu?
Jóel A.
Lesa meira
Með alvæpni á öllum torgum
athyglissýkin var sterk
Eins og í erlendum borgum
ef upp koma hryðjuverk.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég var hugfanginn á þessum fundi og fékk tærari sýn á hversu
frelsisskerðing konunnar er undirrót allrar kúgunar og undirstaða
valdastrúktúrs feðraveldisins eða svo ég vitni í Abdullah Öclan "A
country can't be free unless the women are free ... Þetta eru
kannski ekki ný sannindi og að Marx og Engels hafi á sínum tíma
rakið uppbyggingu og þróun kapitalismans en þessu þarf að halda
lifandi í takti við nýja tíma og framsetning Havin Guneser var
uppljómun fyrir mér. Takk Ögmundur, Ebru Gunay og Havin Guneser
fyrir frábæran fund ...
Anna
Lesa meira
Ögmundur Jónasson á miklar þakkir skildar fyrir frábæran
fund í dag um framtíð Kúrda. Framsögukonurnar tvær, Ebru Günay
og Havin Guneser, töluðu mjög skilmerkilega fyrir sósíalisma,
lýðræði og kvenréttindum auk þess sem þær sögðu frá
blóðugum ofsóknum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum og
leiðtoga PKK, Abdullah Öcalan, sem hefur verið fangelsaður í
einangrun síðan árið 1999. Eitt af því áhugaverðasta við
frelsishreyfingu Kúrda, eins og Havin Guneser lýsti henni, er
hvernig hún hefur sagt skilið við baráttuna fyrir hefðbundnu
þjóðríki og tekið upp nýja áherslu á beint lýðræði ...
Viðar Þorsteinsson
Lesa meira
Sífellt málin brjóta blað,
brött er dóma gnípa.
Sakavottorð sýnir það,
samloku að grípa.
Kári
Lesa meira
Dómsmála-stýran stendur keik
stórhuga en pen
Enn handstýrði þó ljótum leik
lævís Andersen.
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum