AÐ HRUNI KOMINN 2017
Ég veit varla hvort á að hlæja eða gráta á því leikstykki sem
hér hefur verið á fjölunum undanfarið í boði sjálfstæðismanna,
núverandi og fyrrverandi. Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráherra, hefur staðið í viðræðum
við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformann
Sjálfstæðisflokksins og fyrrum menntamálaráðherra flokksins, og
náfrænda sinn, sjálfstæðismanninn til margra ára og eflaust
bisnissfélaga, Benedikt Jóhannesson. Á vappi hafa síðan verið
forsvarsmenn iðnrekenda og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
Þorstein Víglundsson og síðan Pawel Bartoszek sem segir að
skattheimta - og þá væntanlega samneysla einnig - sé ofbeldi! Um
Bjarta framtíð ætla ég ekki að hafa nein orð svo ...
Sunna Sara
Lesa meira
Þá er að koma ný ríkisstjórn með eins manns meirihluta.
Fréttaskýrendum finnst það sumum hverjum vera heldur lítið. Ég er
því ósammála. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af fólki sem á fyrstu
metrunum er tilbúið að svíkja helstu kosningaloforðin - um þau
"verður efnt til samtals" - og lofa því jafnframt að styðja ekki
tillögur, sem fram kunni að koma í þinginu um þessi sömu
kosningaloforð, nema þá undir blálok kjörtímabils !!! Slíkt fólk
fylgir skipunum út í hið óendanlega. Það er búið að sanna
takmarkalausa undirgefni og afsala sér sjálfstæði sínu!
En má þetta, má gera slíkar kröfur til alþingismanna, eru þeir ekki
...
Jóel A.
Lesa meira
Proppé og Panama frændurnir tveir
nú pottþétt treystu hér völdin þeir.
Já Íhaldið klofið
enn saman ofið
og verður hér alls ekki búandi meir.
....
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Athyglisverðar eru vangaveltur í lesendabréfi þessarar síðu frá
Jóel A. um tökuorðið "fuck" eða "fokk", sem greinilega heillar
sívaxandi hóp alþingismanna. Þannig hafi forsætisráðherraefni
Pírata og varaformaður VG notað hugtakið til að leggja áherslu á
orð sín. En þeir eru ekki einir. Ásta Helgadóttir, þingmaður Pírata
sendir nýliðnu ári kveðju sem er svohljóðandi ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þingmanni Pírata tekst í þremur línum að koma orðinu "fuck" sjö
sinnum fyrir í orðsendingu sem hann sendi verðandi forseta
Bandaríkjanna, Donald Trump. Kannski vegna þess að sá síðarnefndi
þykir ekki vandur að virðingu sinni í orðavali og sé þá reynt að
finna orð sem ætla megi að honum séu töm. Varla er það þó svo því í
pistli frá sama tíma sagði umræddur alþingismaður að brýnt væri að
koma pólitískri umræðu á vitrænan grundvöll þar sem orðaskipti
manna væru kurteisleg. Varaformaður VG segir bæjarstjórann í
Vestmannaeyjum fara með ...
Joel A.
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum