AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2018
Ögmundur minn kæri. Ég hefi nú um langt skeið ekki tjáð mig
varðandi mál líðandi stundar. Ég get þó ekki orða bundist hversu
harkalega öfl innan VG fara gegn Katrínu okkar Jakobsdóttur. Mér
finnst helv hart hversu sú er við tók af þér og ég veitti
brautargengi á sínum tíma fer grimmilega fram gegn okkar frábæra
formanni og kann ég henni litlar þakkir fyrir. Auðvitað stöndum við
öll gegn beitingu vopnavalds og ég tala nú ekki um beitingu
efnavopna, en mér finnst aðallega vera mesti hávaðinn eftir að
Trump og co fóru fram og eyðilögðu efnavopnaverksmiðjurnar, þessi
háværu mótmæli voru ekki mjög svo í frammi þegar Rússar og
stjórnvöld í Sýrlandi voru að berja á þjóðinni. ...
Óskar K Guðmundsson fisksali
Lesa meira
Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og núverandi
fréttaskýrandi RÚV, segir í fréttum að samkvæmt foringja NATÓ
styðji Ísland árásirnar á Sýrland, það standi þar til annað
verði sagt. Um þetta hlýtur utanríkismálanefnd
Alþingis að greiða atkvæði þegar hún kemur saman eftir helgi -
eða hvað?
Jóel A.
Lesa meira
Mér líður strax betur eftir að hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar
2 af árásunum á Sýrland.Trump skýrði fyrir okkur hvers vegna
árásirnar voru nauðsynlegar og síðan komu Guðlaugur
utanríkisráherra og Katrín forsætisráðherra og sögðust hafa
skilning á árásinni, hún hefði verið "víðbúin", sagði
forsætisráherra. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra mætti svo í
fréttir til að segja að engin stórhætta væri á ferðum,
árásarþjóðirnar ætluðu ekki að fara að blanda sér í átökin í
Sýrlandi, það hefði aldrei verið vilji til þess af þeirra hálfu!!!
En herskipin halda áfram að safnast við Sýrlandsstrendur og Trump
segir að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að halda árásum áfram. Hann
talar fyrir hönd ríkis sem tekið hefur þátt í stríðinu og ausið
milljörðum til stðunings leppherjum sínum ... Eru engin takmörk
fyrir ruglinu? ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Var fyrst núna að hlýða á viðtalið á Kjarnanum í kjölfar
fundarins við V. Beeley. Verð að segja að ég dáist að þolinmæði
þinni, æðruleysi og staðfestu gagnvart þessum blessuðum, að mér
finnst ófaglegum frétta-gösprurum. Ég sá að Z.Brzezinski lést í maí
síðastliðnum, vissi það ekki. Set þessa þýðingu á viðtali við hann
á Le Nouvel Observateur 1998 þar sem hann viðurkennir að
stuðningurinn við Mujahiddin hófst 1/2 ári fyrir innrás
Sovétríkjanna inn í Afganistan. Við hæfi að ...
Ari Tryggvason
Lesa meira
Egill Helgason hefur farið mikinn um fréttaflutning frá Sýrlandi
síðustu daga. Hann komst að því eftir að reyndur blaðamaður sendi
honum ábendingu að þeir sem ekki eru sama sinnis og almennt
gerist skapi vísvitandi upplýsingaóreiðu svo réttsýnir menn
missi sjónar á veruleikanum og glati trú á réttum málstað ...Það
eru margar sjálfstæðar heimildir til að véfengja túlkun
hernaðarvelda vesturlanda um Sýrlandsstríðið. Viðbrögð þeirra Egils
og Boga um að veröldin sé ekkert flóknari en Nató-línan
gefur í besta falli til kynna ...
Árni V.
Lesa meira
Veistu eftir hverjum þetta er haft? Þakka þér svo fyrir góða
grein. "...að háskalegt væri að rugla fólk í ríminu með tali af
þessu tagi; almenningur gæti hætt að trúa alþjóðlegum fréttamiðlum
ef bátnum væri ruggað um of og vísað var í enn aðra "sérfræðinga"
sem sögðu að ekkert alvörufólk tæki Vanessu Beeley
alvarlega,..."
Ari Tryggvason
Lesa meira
Bættu kjör sín ansi bratt
á botninum hinir frjósa
Og líklega er það líka satt
að bráðlega skuli kjósa.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Allt Frá lesendum