NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.


Verstir af öllum virðist mér
vinstri armur stjórnar
fátæklingurinn þar falsið sér
´ún vegferðinni fórnar
fjöldinn henni færði völd
fólkinu vildi umbuna
en kveðjan virðist ansi köld
og konan stutt í spuna
þá áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
Pétur Hraunfjörð

Fréttabréf