Fara í efni

HVERNIG MÁ ÞAÐ VERA...?

Ég get, fyrir mitt litla líf, ekki skilið hvernig á því stendur að ekkert virðist vera aðhafst vegna gegndarlausra jarðakaupa erlendra ríkisborgara á Íslandi. Allt er hljótt og ekkert fréttist af aðgerðum til að stöðva þetta. Og á meðan kaupa þeir sem geta það sem þá langar í og Íslendingar sem gjarnan vildu eignast jarðeignir en ráða ekki við að keppa við auðuga safnara, horfa magnlausir á. Ég skil vel að eigendur jarða vilja fá sem hæst verð fyrir eignir sínar en get á sama tíma ekki annað en fyrirlitið það að fólk skuli ekki vilja horfa aðeins lengra en fram á eigin nefbrodd.
Halldóra