ÁRAMÓTIN
Nú er árið næstum allt
Nú má hafa gaman
Nú fá allir mikið malt
Nú má drekka saman.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú er árið næstum allt
Nú má hafa gaman
Nú fá allir mikið malt
Nú má drekka saman.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Sendi því hérna lítið ljóð
líður að ári nýju.
Við hvort annað verið góð
virkið ást og hlýju.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Fjárglæframönnum sú fylgir nauð,
að ferðast með þýfi í pokum.
Þó veraldar dvelji við dulbúinn auð,
dauðinn það jafnar að lokum.
Kári
Væri ekki ráð að fá sjónvarpsstöðvarnar til að sameinast um að skapa vettvang fyrir söfnunina til Namibíu sem hafin er á vegum Rauða krossins? Íslendingar hafa sameinast um annað eins. Þetta væri hægt að gera á milli jóla og nýars!
Jóel A.
Stjórnmálamennirnir sem eru nýbúnir að stíga skref til að markaðsvæða raforkuna segja nú að tryggja þurfi rafmagnsinnviðina. Er það gert með því að færa markaðinum þessa innviði í hendur? Sú hefur verið þeirra barátta á undanförnum mánuðum. Ætlast þetta fólk til þess að vera tekið alvarlega?
Sunna Sara
Það þarf að auglýsa betur söfnunarátakið gagnvart Namibíu. Öll þau sem ég hef rætt þertta við líst vel á að safna fé vegna þurrkanna í Namibíu. Góð leið til að sýna velvild Íslendinga í garð þjóðar sem hefur verið illa leikin af löndum okkar.
Jóel A.
Spillingin klæðist hér sparifötum
spásserar um alþingi og á götum
á peninga orga
ríkið má borga
og auðvalds Elítu ávallt mötum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
Lesa meira„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Lesa meiraKaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Lesa meiraÞað er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Lesa meiraÚtbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Lesa meiraÞví miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...
Lesa meira