Fara í efni

KJARASAMNINGAR

Í fátækt minni til fjölda ára 
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.

Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.

Húsnæðis-vandann vilja leysa
verkalýðsins helstu nauð.
En Halldór lætur gamminn geisa
og bíður uppá vatn og brauð.
Höf. Pétur Hraunfjörð.